Framkvæmda- og veitunefnd
49. fundur stjórnar Bláskógaveitu, 4. maí 2012 kl 13.00
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson, stjórnarmenn
Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri og Andrés Bjarnason.
1. Ársreikningar Bláskógaveitu fyrir árið 2011
Valtýr fór yfir ársreikninginn, helstu niðurstöður ársreikningana eru: Rekstartekjur kr.
64.946.493,-, rekstrargjöld kr. 48.588.280,-, afskriftir kr. 5.000.067,-, fjármagnsgjöld kr.
7.736.161,-, greiddur tekjuskattur kr. 751.739,-, rekstrarniðurstaða jákvæð um kr.
7.870.313,-
Bókfærðar eignir eru kr. 136.267.564,- skuldir kr. 81.613.023,- eigið fé kr. 54.654.541,-.
Handbært fé í lok ársins voru kr. 1.238.122,-
2. Nýtingarleyfi á vatnstökusvæðum í Bláskógabyggð ? samskipti við Orkustofnun:
Benedikt gerði grein fyrir samskiptum sínum við Orkustofnun vegna nýtingarleyfa á
vatnstökusvæðum í Bláskógabyggð. Finna þarf samninga og önnur gögn til þess að hægt sé
að skila inn formlegri umsókn um nýtingarleyfi.
3. Vatnsmál í Vallarholti og Stakkholti
Benedikt gerði grein fyrir samskiptum sínum við sumarhúsaeigendur í Vallarholti og
Stakkholti.
4. Staða mála varðandi dæluhús í Reykholti
Teikningar og útboðsgögn verða væntanlega tilbúin um miðjan maí.
5. Starfsmannamál
Andrés segir starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum, ákveðið að fara strax í að auglýsa
eftir nýjum starfsmanni. Valtý, Jóhannesi og Benedikt falið að undirbúa það.
6. Verkefni framundan: setja upp dælustöð við Tjörn, gera við hitaveitustofna í Reykholti og
Laugarási ofl.
Fundi slitið kl 14.45