Framkvæmda- og veitunefnd
47. fundur stjórnar Bláskógaveitu 16. febrúar 2012 kl. 15.00.
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson
stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri
og Andrés Bjarnason starfsmaður Bláskógaveitu.
1. Undirbúningsvinna vegna dæluhúss í Reykholti: Benedikt lagði fram
grunnteikningar að dæluhúsi sem Sigurður Jakobson hefur unnið. Samþykkt að fá
Sigurð til að teikna byggingarnefndarteikningar og leita tilboða frá Sigurði í allar
teikningar vegna framkvæmdarinnar. Verið er að kanna hvernig ferlið þarf að vera
vegna skipulagsmála í tengslum við þessa framkvæmd og eru menn sammála um að
stefna að því að hefja framkvæmdir eins og fljótt og hægt er. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdum ljúki á árinu 2013. Verkinu verður skipt í tímasetta áfanga þegar
kostnaðaráætlun liggur fyrir.
2. Önnur verkefni sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi: Könnuð framkvæmda-
/viðhalds- þörf vegna dæluhúss á Laugarvatni, sem er í bágu ástandi. Fengið
verðtilboð vegna þrýstiminnkara í Laugarási. Hægt verður að greiða reikninga frá
Bláskógaveitu með kreditkortum innan tíðar.
3. Breytingar á gjaldtöku af sundlaug og íþróttahúsi og leikskóla í Reykholti:
Samþykkt var að gjaldtakan héreftir verði eftir mæli í stað hemils.
4. Gjaldtaka vegna hitaveitu af eldri borgurum í íbúðum á vegum sveitarfélagsins:
Samþykkt að taka upp það fyrirkomulag að Bláskógaveita rukki sveitarfélagið um
eina heildarupphæð sem sveitarfélagið deilir svo niður á íbúana.
5. Samningar við ríkið vegna veitumála á Laugarvatni: Í gildi er samningur frá árinu
2000 um rekstur hita- og kaldavatnsveitu í þágu byggðar, skóla- og íþróttamannvirkja
á Laugarvatni. Ekki er til neitt útfært samkomulag um þátttöku ráðuneytisins í
kostnaði við veiturnar. Veitustjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við
menntamálaráðuneytið um endurskoðun gildandi samnings.
6. Vatnsréttur ? gjaldskrá: Umræða varð um greiðslur til vatnsréttarhafa í Reykholti.
Breytingar á gjaldi Bláskógaveitu til vatnsréttarhafa eiga að vera þær sömu og á
gjaldskrá veitunnar hverju sinni. Gera skal upp við þá vatnsréttarhafa sem eiga
inneign um áramót hverju sinni.
7. Tölvumál veitunnar: Samþykkt að kaupa auka skjá á skrifstofu veitunnar og
endurnýja tölvu veitustjóra. Jafnframt var samþykkt að Andrési standi til boða sömu
kjör og starfsmönnum skrifstofu sveitarfélagsins varðandi tölvukaup.
8. Bílamál veitunnar: Veitustjórn samþykkir að huga að kaupum á bíl fyrir veituna,
fyrir að hámarki 2 millj. króna, en sá gamli þarfnast viðhalds og vart hægt að treysta á
hann mikið lengur sem eina bíl veitunnar. Endanleg ákvörðun um bílakaup verði
tekin á næsta fundi veitustjórnar
9. Heimasíða: Samþykkt að setja sérstakan flipa fyrir veituna á síðu sveitarfélagsins.
Þar verði grunnupplýsingar um starfsemi veitunnar aðgengilegar.
10. Merki (logo) Bláskógaveitu: Ákveðið að taka upp merki fyrir Bláskógaveitu sem var
rætt á 46. fundi veitustjórnar. Merkið verði notað á vinnuföt, bifreiðar, byggingar,
pappíra veitunnar og annað sem við á hverju sinni.
11. Önnur mál: Ákveðið að framvegis verði fastur fundartími veitustjórnar þriðja
fimmtudag í hverjum mánuði. Ef ekki er talin þörf á fundum einhverja mánuði ársins
verði fundur afboðaður. Fundi slitið kl. 18.20