Framkvæmda- og veitunefnd
46. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 21. nóvember 2011 kl. 15.00
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson,
stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri
og Andrés Bjarnason.
1. Staða verkefna:
Tengdir bústaðir í Miðdal, lagt í Snorrastaði og Hjálmstaði, kaldavatnsstofn lagður að
Engi. Tengdir mælar í Fontana. Skipta þarf um dælu á Laugarvatni ásamt fleiru. Andrés
kynnti drög að lógói fyrir veituna.
2. Innheimtumál, verklagsreglur:
Rætt var um hvernig væri best að fylgjast með að reikningar séu greiddir. Ef reikningur er
ekki borgaður innan þriggja mánaða verður lokað hjá viðkomandi aðila að undangenginni
tilkynningu.
3. Starfsmannamál:Andrés vék af fundi undir þessum lið.
Ákveðið að hækka starfshlutfall Andrésar í 100% frá 1. desember 2011.
4. Heimsókn frá stjórn sumarhúsafélags í Vörðuhlíð: Óánægja er með hitastig á vatninu.
Umræður urðu um hita á vatninu, notkunin er lítil á svæðinu þannig að hitinn á kerfinu
fellur. Rætt var um mismun á því hvort menn væru með hemil eða rennslismæli og um að
hafa lágmarksgjald. Farið verður yfir þessi mál og þeim svarað þegar álestri er lokið í
byrjun næsta árs.
5. Gjaldskrá:
Í samræmi við ákvörðun Bláskógaveitu 9.12.2009 lýkur samræmingu gjaldskráa á
veitusvæði gömlu Biskupstungnaveitu og fyrrum veitusvæði hitaveitu Laugarvatns 1.
janúar 2012. Gjaldskrá Bláskógaveitu 2012 verður því samhljóða gjaldskránni eins og
hún var á fyrrum veitusvæði hitaveitu Laugarvatns árið 2011.
6. Fjárhagsáætlun fyrir 2012:
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, samkvæmt áætluninni verða tekjur kr.
60.041.000, rekstrargjöld kr 42.119.000. fjármagnsgjöld kr. 5.257.000.
rekstrarniðurstaða kr. 12.665.000. Rými til fjárfestingar innan reksturs veitunnar er kr.
10.000.000. Í gildandi þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar var gert ráð fyrir 17.000.000.
kr. fjárfestingu árið 2012. Veitustjórn vísar umræðu um rými til fjárfestingar og
hugsanlega lántöku til sveitarstjórnar.
7. Innsend bréf/erindi/:
Bréf frá Sigurbirni Árna Arngrímssyni vegna viðskipta við Bláskógaveitu. Jóhannesi og
Benedikt falið að svara erindinu.
Fundi slitið kl. 18.25