Framkvæmda- og veitunefnd

43. fundur 10. maí 2011 kl. 09:31 - 09:31
43. fundur stjórnar Bláskógaveitu 19. apríl 2011 kl. 16:00. Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri,  Andrés Bjarnason starfsmaður veitunar og Bent Larsen. 1. Virkjun á köldu vatni á Laugarvatni. Rætt var um virkjun á köldu vatni á Laugarvatni vegna óskar Fontana ehf. um kaup á köldu vatni. Farið var yfir útboðsgögn sem Bent Larsen hefur unnið vegna verksins. Fjárhæð er undir viðmiðunarmörkum innkaupareglna Bláskógabyggðar og því samþykkt samhljóða að fara í lokað útboð án auglýsingar.  Ákveðið var að leita til þeirra verktaka innan sveitarfélagsins sem talið er að hafi þann tækjakost sem þarf til verksins. Útboðsgögn fá eftirtaldir aðilar: Ketilbjörn ehf, J.H-vinnuvélar ehf,  Ásvélar ehf, og BD vélar ehf.  Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.00. 2.  Erindi frá Gísla Pálssyni vegna kaldavatnsmála í Vörðufelli. Tekið var fyrir erindi frá Gísla Pálssyni, þar sem óskað er eftir köldu vatni í sumarhús í Vörðuhlíð.  Umræður urðu um erindið og var Jóhannesi og Benedikt falið að svara Gísla. Fundi slitið kl 17:45
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?