Framkvæmda- og veitunefnd

40. fundur 07. janúar 2011 kl. 09:29 - 09:29
40. fundur stjórnar Bláskógaveitu 20. desember 2010 kl. 13.00. Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Benedikt Skúlason veitustjóri. 1.  Auglýsing á starfi starfsmann fyrir Bláskógaveitu. Valtýr skýrði frá skorblaði sem hann var búinn að útbúa til þess að nota til þess að meta umsækjendur varðandi starfsmann. Farið yfir hvaða kröfur skulu gerðar til umsækjenda  (menntun, starfsreynsla, persónulegir þættir).  Ákveðið að auglýsa í 60% starf.  Valtýr ætlar að útbúa uppkast af auglýsingu fyrir starfið. 2.  Fjárhagsáætlun 2011. Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011,  samkvæmt áætluninni verða tekjur kr.64.273.000, laun og launatengd gjöld kr.15.851.000, rekstrargjöld kr.14.905.000, fjármagnsgjöld verða kr. 5.871.000 og verður rekstrarniðurstaða ársins því kr.20.605.000.  Áætlað er að verja kr.17.000.000 til eignfærðar fjárfestingar, sem verður nánar útfært í framkvæmdaáætlun.  Hækkun á handbæru fé verður því kr.2.845.000 og handbært fé í árslok kr. 7.899.000. Fjárhagsáætlun Bláskógaveitu fyrir rekstrarárið 2011 samþykkt samhljóða. 3.  Þóknun stjórnarmanna fyrir stjórnarsetu verði óbreytt þ.e. 3% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund og formaður tvöfalt. Samþykkt samhljóða. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?