Framkvæmda- og veitunefnd
38. fundur stjórnar Bláskógaveitu 20. október 2010 kl. 15.00 í
Aratungu.
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson
stjórnarmenn Bláskógaveitu, varamenn Brynja Eyþórsdóttir og Benedikt Skúlason
veitustjóri. Einnig mættur Valtýr Valtýsson.
1. Breytingar á fjárhagsáætlun vegna hitaveitulagningar að Laugardalshólum.
Lagðir fram útreikningar vegna tengingar Laugardalshóla við Bláskógaveitu. Við að
fara í Laugardalshóla hækkar kostnaðurinn um kr. 5,3 millj. Stofngjöld
hækka um kr. 4,0 millj. Aukning á nettófjárfestingu Bláskógaveitu er kr. 1,3 millj.
vegna þessara framkvæmda.
2. Viðræður við stjórn félags sumarhúsaeigenda í Stakkholti og Vallarholti vegna
óska um kaup á heitu og köldu vatni.
Sigurjón og Jón mættu á fundinn fyrir hönd sumarhúsaeigenda.
Rætt um sölu á heitu og köldu vatni. 28 bústaðir eru þegar byggðir á þessu svæði,
en 36 lóðir samkvæmt skipulagi. Rætt um kostnað við tengingu veitna inn á svæðið
og hvenær væri hægt að fara í að leggja lagnir o.fl.
Stefnt að öðrum fundi með þessum aðilum að einum mánuði liðnum.
3. Önnur mál
Rætt um starfsmannamál o.fl.
Fundi slitið kl. 17.15