Skólanefnd

24. fundur 12. maí 2022 kl. 10:12 - 10:12
  1. fundur skólanefndar haldinn í fjarfundi,
mánudaginn 9. maí 2022, kl. 15:30.     Fundinn sátu: Guðrún S. Magnúsdóttir, formaður, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, Freydís Örlygsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, og  Ásta Stefánsdóttir. Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg, og  Sólveig B. Aðalsteinsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla boðaði forföll.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Skóladagatal 2022-2023 - 2202031
Skóladagatal Bláskógaskóla Laugarvatni og Reykholtsskóla
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, og Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, gerðu grein fyrir skóladagatölum fyrir næsta skólaár. Skóladagatöl beggja skóla voru samþykkt.
 
2.   Sumarfrístund 2022 - 2205003
Sveitarstjóri kynnir vinnu við að kanna möguleika á að bjóða upp á sumarúrræði fyrir 6 til 9 ára börn í júní og ágúst.
Af hálfu Bláskógabyggðar er verið að kanna möguleika á því að bjóða upp á sumarfrístund í nokkrar vikur í sumar.
 
3.   Brotthvarf úr framhaldsskólum - 2205004
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí sl þar sem framsent er erindi Velferðarvaktarinnar og skýrsla um brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum.
Gögnin voru lögð fram til kynningar. Í skýrslunni eru tillögur til ríkis- og sveitarfélaga sem varða þætti sem miða að því að draga úr brotthvarfi.
 
4.   Grunnskólinn hjá sveitarfélögum í 25 ár - 2205022
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. apríl 2022.
Lagt var fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er ítarleg grein sem birtist í tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun og fjallar um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.
 
    Fundi slitið kl. 16:00.    
Guðrún S. Magnúsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson
Valgerður Sævarsdóttir Róbert Aron Pálmason
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Elfa Birkisdóttir
Lára Bergljót Jónsdóttir Freydís Örlygsdóttir
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?