Skólanefnd

23. fundur 12. maí 2022 kl. 10:07 - 10:07
 
  1. fundur skólanefndar haldinn í Reykholtsskóla, Reykholti,
mánudaginn 25. apríl 2022, kl. 15:30.     Fundinn sátu: Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg (tók þátt í gegnum fjarfundabúnað), Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Gréta Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, og Ásta Stefánsdóttir. Forföll boðaði fulltrúi starfsmanna leikskóla.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri    
1.   Umbótaáætlun ytra mats Bláskógaskóla Laugarvatni - 1911028
Umbótaáætlun Bláskógaskóla Laugarvatni vegna ytra mats.
Lögð var fram lokagreinargerð vegna umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats, sem send hefur verið Menntamálastofnun. Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir framvindu umbóta og innleiðingu þeirra. Innleiðingu umbóta telst lokið.
 
2.   Skóladagatal 2022-2023 - 2202031
Skóladagatöl leik- og grunnskóla 2022-2023
Skólastjórnendur gerðu grein fyrir skóladagatölum hvers skóla fyrir sig. Rætt var um skóladagatölin. Fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskaði eftir að bóka athugasemd við fjölda skertra daga í skóladagatali Reykholtsskóla og tvo tvöfalda daga. Skólanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals fyrir Bláskógaskóla Laugarvatni og Reykholtsskóla til næsta fundar, en samþykkir skóladagatal fyrir leikskólann Álfaborg.
 
3.   Rýmisþörf leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar - 2204023
Tillaga um að ráðist verði í greiningu á húsakosti og rýmisþörf leik- og grunnskóla.
Skólanefnd Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur til að greina stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla í Bláskógabyggð og gera áætlun um úrbætur til næstu ára. Horft verði til þeirra gagna sem þegar hafa verið unnin vegna húsnæðismála, en upplýsingar uppfærðar miðað við breytingar sem orðið hafa á síðustu árum. Jafnframt verði tekið mið af húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Íbúum í Bláskógabyggð fer fjölgandi og talsvert er af íbúðarhúsnæði í byggingu og lóðaframboð að aukast. Breytingar hafa orðið í skólamálum frá því að síðasta var farið yfir rýmisþörf skólastofnana, svo sem breytingar á samkennslu unglinga, aukið framboð frístundar, auk þess sem húsið Ösp á Laugarvatni hefur nú verið tekið undir kennslu. Skólanefnd telur því rétt að greina stöðu mála og telur æskilegt að niðurstöður liggir fyrir áður en vinnu við fjárhagsáætlunargerð verður lokið í haust.
 
4.   Leikskólalóð Laugarvatni, viðhald - 2006014
Endurnýjun lóðar leikskkóla Bláskógaskóla Laugarvatni 2022
Gerð var grein fyrir vinnu sem ráðist verður í við endurnýjun leikskólalóðar á Laugarvatni í sumar. Uppdráttur af lóðarskipulagi var lagður fram og fundargerð frá opnun tilboða í verkið.
 
5.   Fundaráætlun skólanefndar 2022-2023 - 2204022
Fundaráætlun skólanefndar skólaárið 2022-2023
Fundaráætlun skólanefndar var lögð fram til kynningar.
 
6.   Forvarnaverkefni 2022 - 2201037
Staða forvarnaverkefnis Bláskógabyggðar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að nú hafa verið haldin námskeið á vegum Barnaheilla fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem sinna þjónustu við börn. Einnig var fulltrúum félagasamtaka sem hafa með íþrótta- og tómstundamál að gera boðið að senda fólk á námskeiðin. Áætlað er að vinnu við að fara yfir verkferla vegna mála sem varða ofbeldi gegn börnum verði lokið fyrir skólalok.
 
7.   Forvarnateymi grunnskóla - 2201038
Verkáætlun forvarnateymis Bláskógaskóla Laugarvatni
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir verkáætluninni, sem er í vinnslu.
 
8.   Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd 2022-2026 - 2204024
Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd skólaárið 2022-2023
Stefnt er að því að upplýsingar um áheyrnarfulltrúa liggi fyrir á næsta fundi.
 
9.   Móttaka flóttafólks vegna stríðsátaka - 2203019
Leiðbeiningar til forsjáráðila barna og ungmenna frá Úkraínu um hvernig hefja skuli skólagöngu þeirra hérlendis.
Leiðbeiningarnar voru lagðar fram. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samstarfi sveitarfélaganna sem eiga aðild að Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings varðandi samræmingu og undirbúning vegna móttöku flóttafólks.
 
    Fundi slitið kl. 16:50.    
Guðrún S. Magnúsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson
Valgerður Sævarsdóttir Róbert Aron Pálmason
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Axel Sæland
Lára Bergljót Jónsdóttir, Lieselot Simoen,
 Anna Gréta Ólafsdóttir  Guðrún Rósa Hólmarsdóttir
 Freydís Örlygsdóttir Ásta Stefánsdóttir
 
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?