- fundur skólanefndar haldinn í Reykholtsskóla, Reykholti,
mánudaginn 25. apríl 2022, kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg (tók þátt í gegnum fjarfundabúnað), Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Gréta Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, og Ásta Stefánsdóttir. Forföll boðaði fulltrúi starfsmanna leikskóla.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri
1. |
Umbótaáætlun ytra mats Bláskógaskóla Laugarvatni - 1911028 |
|
Umbótaáætlun Bláskógaskóla Laugarvatni vegna ytra mats. |
|
Lögð var fram lokagreinargerð vegna umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats, sem send hefur verið Menntamálastofnun. Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir framvindu umbóta og innleiðingu þeirra. Innleiðingu umbóta telst lokið. |
|
|
|
2. |
Skóladagatal 2022-2023 - 2202031 |
|
Skóladagatöl leik- og grunnskóla 2022-2023 |
|
Skólastjórnendur gerðu grein fyrir skóladagatölum hvers skóla fyrir sig. Rætt var um skóladagatölin. Fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskaði eftir að bóka athugasemd við fjölda skertra daga í skóladagatali Reykholtsskóla og tvo tvöfalda daga. Skólanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals fyrir Bláskógaskóla Laugarvatni og Reykholtsskóla til næsta fundar, en samþykkir skóladagatal fyrir leikskólann Álfaborg. |
|
|
|
3. |
Rýmisþörf leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar - 2204023 |
|
Tillaga um að ráðist verði í greiningu á húsakosti og rýmisþörf leik- og grunnskóla. |
|
Skólanefnd Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur til að greina stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla í Bláskógabyggð og gera áætlun um úrbætur til næstu ára. Horft verði til þeirra gagna sem þegar hafa verið unnin vegna húsnæðismála, en upplýsingar uppfærðar miðað við breytingar sem orðið hafa á síðustu árum. Jafnframt verði tekið mið af húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Íbúum í Bláskógabyggð fer fjölgandi og talsvert er af íbúðarhúsnæði í byggingu og lóðaframboð að aukast. Breytingar hafa orðið í skólamálum frá því að síðasta var farið yfir rýmisþörf skólastofnana, svo sem breytingar á samkennslu unglinga, aukið framboð frístundar, auk þess sem húsið Ösp á Laugarvatni hefur nú verið tekið undir kennslu. Skólanefnd telur því rétt að greina stöðu mála og telur æskilegt að niðurstöður liggir fyrir áður en vinnu við fjárhagsáætlunargerð verður lokið í haust. |
|
|
|
4. |
Leikskólalóð Laugarvatni, viðhald - 2006014 |
|
Endurnýjun lóðar leikskkóla Bláskógaskóla Laugarvatni 2022 |
|
Gerð var grein fyrir vinnu sem ráðist verður í við endurnýjun leikskólalóðar á Laugarvatni í sumar. Uppdráttur af lóðarskipulagi var lagður fram og fundargerð frá opnun tilboða í verkið. |
|
|
|
5. |
Fundaráætlun skólanefndar 2022-2023 - 2204022 |
|
Fundaráætlun skólanefndar skólaárið 2022-2023 |
|
Fundaráætlun skólanefndar var lögð fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
Forvarnaverkefni 2022 - 2201037 |
|
Staða forvarnaverkefnis Bláskógabyggðar |
|
Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að nú hafa verið haldin námskeið á vegum Barnaheilla fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem sinna þjónustu við börn. Einnig var fulltrúum félagasamtaka sem hafa með íþrótta- og tómstundamál að gera boðið að senda fólk á námskeiðin. Áætlað er að vinnu við að fara yfir verkferla vegna mála sem varða ofbeldi gegn börnum verði lokið fyrir skólalok. |
|
|
|
7. |
Forvarnateymi grunnskóla - 2201038 |
|
Verkáætlun forvarnateymis Bláskógaskóla Laugarvatni |
|
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir verkáætluninni, sem er í vinnslu. |
|
|
|
8. |
Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd 2022-2026 - 2204024 |
|
Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd skólaárið 2022-2023 |
|
Stefnt er að því að upplýsingar um áheyrnarfulltrúa liggi fyrir á næsta fundi. |
|
|
|
9. |
Móttaka flóttafólks vegna stríðsátaka - 2203019 |
|
Leiðbeiningar til forsjáráðila barna og ungmenna frá Úkraínu um hvernig hefja skuli skólagöngu þeirra hérlendis. |
|
Leiðbeiningarnar voru lagðar fram. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samstarfi sveitarfélaganna sem eiga aðild að Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings varðandi samræmingu og undirbúning vegna móttöku flóttafólks. |
|
|
|
Fundi slitið kl. 16:50.
Guðrún S. Magnúsdóttir |
|
Kolbeinn Sveinbjörnsson |
Valgerður Sævarsdóttir |
|
Róbert Aron Pálmason |
Áslaug Alda Þórarinsdóttir |
|
Axel Sæland |
Lára Bergljót Jónsdóttir, |
|
Lieselot Simoen, |
Anna Gréta Ólafsdóttir |
|
Guðrún Rósa Hólmarsdóttir |
Freydís Örlygsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |
|
|
|