Skólanefnd

22. fundur 22. mars 2022 kl. 14:30 - 14:30
          22. fundur skólanefndar haldinn Bláskógaskóla, Laugarvatni, þriðjudaginn 1. mars 2022, kl. 15:30.     Fundinn sátu: Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Trausti Hjálmarsson (varamaður fyrir Róbert Aron Pálmason), Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, boðaði forföll og í stað hennar sat fundinn Guðmundur Finnbogason, aðstoðarskólastjóri, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg, boðaði forföll, Freydís Örlygsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Sólveig B. Aðalsteinsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Stefanía Hákonardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jón Snæbjörnsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, og Ásta Stefánsdóttir.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Skóladagatal 2022-2023 - 2202031
Skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2022-2023, til kynningar.
Lára Bergljót og Guðmundur kynntu þau drög að skóladagatölum sem liggja fyrir. Afgreiðslu skóladagatala er frestað til næsta fundar.
 
2.   Úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings - 2202030
Skýrsla um úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags í desember 2021.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.
 
3.   Forvarnaverkefni 2022 - 2201037
Yfirferð yfir stöðu mála varðandi forvarnaverkefni sem snýr að uppfærslu verkferla, fræðslu og endurskoðun forvarnastefnu.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Unnið er að yfirferð verkferla fyrir þá starfsemi sveitarfélagsins sem snýr að þjónustu við börn. Í mars verða haldin námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, auk þess sem þjálfurum og öðrum sem koma að íþróttastarfi verður boðin þátttaka. Barnaheill heldur námskeiðin sem hafa yfirskriftina Verndarar barna. Áætlað er að hefja vinnu við endurskoðun forvarnastefnu þegar sér fyrir endann á yfirferð og endurskoðun verkferla.
 
4.   Samræmd próf 2022 - 2202032
Erindi mennta- og barnamálaráðherra, dags. 22. febrúar 2022, þar sem tilkynnt er að samræmd könnunarpróf verði ekki lögð fyrir á árinu 2022.
Tilkynningin var lögð fram.
 
5.   COVID-19 og skólamál - 2003020
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2022 þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um covid og skólamál.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
6.   Skólaþing sveitarfélaga 2021 - 2109026
Skólaþing sveitarfélaga sem halda átti í nóvember 2021 verður haldið í febrúar og mars 2022. Athygli er vakin á upptökum frá þinginu.
Erindið var lagt fram. Skólanefnd hvetur áhugasama til að kynna sér upptökur frá skólaþingi, sem aðgengilegar eru á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
    Fundi slitið kl. 16:05.    
Guðrún S. Magnúsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson
Valgerður Sævarsdóttir Trausti Hjálmarsson
Áslaug Alda Þórarinsdóttir  Guðmundur Finnbogason
Lára Bergljót Jónsdóttir,  Jón Snæbjörnsson
Freydís Örlygsdóttir,  Sólveig B. Aðalsteinsdóttir
Stefanía Hákonardóttir Ásta Stefánsdóttir
     
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?