- fundur skólanefndar haldinn Bláskógaskóla, Reykholti,19. janúar 2021, kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Erla Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Álfaborg, Ægir Freyr Hallgrímsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, fulltrúi stm. grunnskóla , Smári Stefánsson, fulltrúi foreldra grunnskóla var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Gréta Ólafsdóttir, varafulltrúi foreldra grunnskólabarna, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Anna Gréta Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi, óskaði eftir að taka inn á dagskrá fundarins dagskrárlið. Formaður lagði til að því yrði hafnað þar sem engin gögn hafi fylgt. Unnt sé að taka málið fyrir á næsta fundi og geta þess þá á útsendri dagskrá. Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.
1. |
Matarstefna Bláskógaskóla Laugarvatni - 2101063 |
|
Matarstefna Bláskógaskóla Laugarvatni og matar- og hreinlætisráð, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni kynnir. |
|
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, kynnti vinnu við að móta matarstefnu skólans og atriði sem snúa að hreinlæti. Horft var til þema Heilsueflandi samfélags um næringu. |
|
|
|
2. |
Stytting vinnutíma - 2008114 |
|
Yfirlit yfir útfærslu vinnutímastyttingar í leikskólanum Álfaborg. Leikskólastjóri Álfaborgar kynnir. |
|
Erla Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, kynnti útfærslu leikskólans á styttingu vinnutíma. Umræða varð um málið. |
|
|
|
3. |
Námskrá grunnskóla - Bláskógaskóli Reykholti - 2101065 |
|
Skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti kynnir vinnu við endurskoðun námskrár. |
|
Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri, kynnti vinnu við endurskoðun almenna hluta skólanámskrár. Í upphafi skólaársins var unnin umbótaáætlun í kjölfar ytra mats og vinna við skólanámskrár tekin inn í þá vinnu. Skólanefnd staðfestir námskrána. |
|
|
|
4. |
Námsleyfasjóður vegna skólaársins 2021-2022 - 2009026 |
|
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember 2020, varðandi úthlutun námsleyfa. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. |
Ytra mat á leikskólum 2021 - 2011003 |
|
Tilkynning Menntamálastofnunar, dags. 15. desember 2020, um að ekki hafi reynst unnt að verða við umsókn um ytra mat á leikskólunum Álfaborg og Bláskógaskóla Laugarvatni (leikskóladeild). |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
Opnun leikskóla og afsláttur af gjöldum - 2101064 |
|
Til umræðu að beiðni skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni |
|
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, ræddi um þá daga skólaársins þar sem er lítil mæting og gjaldtöku fyrir þá daga. Umræða varð um málið. |
|
|
|
Fundi slitið kl. 16:40.
Guðrún S. Magnúsdóttir |
|
Kolbeinn Sveinbjörnsson |
Valgerður Sævarsdóttir |
|
Róbert Aron Pálmason |
Axel Sæland |
|
Elfa Birkisdóttir |
Erla Jóhannsdóttir |
|
Ægir Freyr Hallgrímsson |
Lára Bergljót Jónsdóttir |
|
Guðbjörg Þóra Jónsdóttir |
Anna Gréta Ólafsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |
|
|
|
|
|
|