Skólanefnd

15. fundur 25. janúar 2021 kl. 11:46 - 11:46
  1. fundur skólanefndar haldinn Bláskógaskóla, Reykholti,19. janúar 2021, kl. 15:30.
    Fundinn sátu: Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Erla Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Álfaborg, Ægir Freyr Hallgrímsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, fulltrúi stm. grunnskóla , Smári Stefánsson, fulltrúi foreldra grunnskóla var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Gréta Ólafsdóttir, varafulltrúi foreldra grunnskólabarna, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, og Ásta Stefánsdóttir.       Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Anna Gréta Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi, óskaði eftir að taka inn á dagskrá fundarins dagskrárlið. Formaður lagði til að því yrði hafnað þar sem engin gögn hafi fylgt. Unnt sé að taka málið fyrir á næsta fundi og geta þess þá á útsendri dagskrá. Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.  
1. Matarstefna Bláskógaskóla Laugarvatni - 2101063
Matarstefna Bláskógaskóla Laugarvatni og matar- og hreinlætisráð, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni kynnir.
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, kynnti vinnu við að móta matarstefnu skólans og atriði sem snúa að hreinlæti. Horft var til þema Heilsueflandi samfélags um næringu.
2. Stytting vinnutíma - 2008114
Yfirlit yfir útfærslu vinnutímastyttingar í leikskólanum Álfaborg. Leikskólastjóri Álfaborgar kynnir.
Erla Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, kynnti útfærslu leikskólans á styttingu vinnutíma. Umræða varð um málið.
3. Námskrá grunnskóla - Bláskógaskóli Reykholti - 2101065
Skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti kynnir vinnu við endurskoðun námskrár.
Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri, kynnti vinnu við endurskoðun almenna hluta skólanámskrár. Í upphafi skólaársins var unnin umbótaáætlun í kjölfar ytra mats og vinna við skólanámskrár tekin inn í þá vinnu. Skólanefnd staðfestir námskrána.
4. Námsleyfasjóður vegna skólaársins 2021-2022 - 2009026
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember 2020, varðandi úthlutun námsleyfa.
Lagt fram til kynningar.
5. Ytra mat á leikskólum 2021 - 2011003
Tilkynning Menntamálastofnunar, dags. 15. desember 2020, um að ekki hafi reynst unnt að verða við umsókn um ytra mat á leikskólunum Álfaborg og Bláskógaskóla Laugarvatni (leikskóladeild).
Lagt fram til kynningar.
6. Opnun leikskóla og afsláttur af gjöldum - 2101064
Til umræðu að beiðni skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, ræddi um þá daga skólaársins þar sem er lítil mæting og gjaldtöku fyrir þá daga. Umræða varð um málið.
      Fundi slitið kl. 16:40.            
Guðrún S. Magnúsdóttir   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Valgerður Sævarsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Elfa Birkisdóttir
Erla Jóhannsdóttir   Ægir Freyr Hallgrímsson
Lára Bergljót Jónsdóttir   Guðbjörg Þóra Jónsdóttir
Anna Gréta Ólafsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
     
     
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?