Skólanefnd

30. fundur 07. júní 2014 kl. 09:07 - 09:07
30. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 29. jan. 2014 Reykholt Grunnskóli (16:05 ? 17:10) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Aðalheiður Helgadóttir fulltrúi kennara (AH), Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE), Benedikt Gústavsson áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps. 1. Skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings. Þann 2. janúar 2014 tók til starfa Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings. Sveitarfélögin, Bláskógaabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus hafa undanfarin tvö ár verið í samstarfi um rekstur velferðarþjónustu og hafa nú aukið það samstarf með því að reka sameiginlega sérfræðiþjónustu fyrir skóla.Hinni nýju skóla- og velferðarþjónustu er ætlað að vinna á grundvelli heildarsýnar í málefnum einstaklinga og fjölskyldna og að stuðla að sjálfbærni skóla og stofnana aðildarsveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, fræðslu, forvarnir og þverfaglegt samstarf. Ráðnir hafa verið þrír starfsmenn sem sinna málefnum skólaþjónustunnar. Þeir eru: Hrafnhildur Karlsdóttir, kennsluráðgjafi og teymisstjóri. Hún er með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu á Borg. Símanúmer er 486- 4400 og netfang hrafnhildur@arnesthing.is, Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur, með aðsetur á bæjarskrifstofunni í Hveragerði, símanúmer er 483-4000 og netfang hugrun@arnesthing.is, Ólína Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi, með aðstetur í ráðhúsi sveitarfélagsins Ölfus, símanúmer er 480-3800 og netfang olina@arnesthing.is. Þessir aðilar eru búnir að heimsækja skólana okkar og ræða við stjórnendur um áætlaða starfsemi. Fram kom að sérkennarar í viðkomandi skóla verða að sjá um greiningu hér eftir en ekki þjónustan. Sem þýðir aukinn kostnaður og aukinn tími. Kennarar munu þurfa að ná sér í aukin réttindi, til að leggja fyrir tiltekin próf. Aðalheiður leggur áherslu á að núverandi sérkennsla megi ekki líða fyrir þessa breytingu og þurfi því að styrkja hana í framhaldi af þessu. 2. Skólapúlsinn (frh. síðasta fundar) og innra mat. Áætlun 2013-2014 o Kennsla og kennsluhættir/starfsþróun ( starfendarannsóknir/jafningjamat) o Nám og námsárangur (niðurstöður ýmissa athugana og prófa) o Stjórnun (gátlistar, starfsmenn og foreldrar) Upplýsingar um það sem Skólapúlsinn hefur upp á að bjóða liggja ekki fyrir en Hrund mun vinna áfram í því máli. Áætlaðir þættir í innra mati skólans standa hvort sem Skólapúlsinn mun nýtast eða ekki og skólinn mun gæta sérstaklega að því að svörin þátttakenda séu ekki rekjanleg. Niðurstöður kannana og umbótaáætlun mun verða kynnt í lok skólaárs. 3. Önnur mál a) Benedikt veltir fyrir sér ábyrgð skólabílstjóra, eftir að börn yfirgefa skólabílinn. Bryndís segir frá því að í reglum er fátt um fína drætti, en tekur fram að það sé í verkahring skólanefndar að gera áætlun og setja reglur þessu tengt. Hrund segir frá því að búið er að koma á mánaðarlegum fundum með skólabílstjórum hér í Bláskógaskóla. Fyrirhugað er að setja reglur sveitarfélagsins um skólaakstur og mun verða leitað eftir áliti skólabílstjóra við gerð þeirra. Í framhaldinu mun áætlun fyrir komandi skólaár verða gerð eins og ber að gera skv. reglum. b) Menntalestin, efling skólastarfs. Fyrsti þáttur er að efla listir og sköpun í skólastarfi. Haldin verður kennarasmiðja fyrir alla kennara skólans. Athugað verður hvort Kerhólsskóli vilji vera með í þessu verkefni. Leikskóli (17:10 ? 18:20) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Þuríður Ágústa Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborg (ÞÁS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta Bláskógaskóla (SBA), Áshildur Sigurðardóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (ÁS). 1. Skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings, sjá grunnskólahluta. Júlíana bendir á að enginn talmeinafræðingur hafi verið ráðinn að Skóla- og velferðarþjónustunni og að fram hafi komið á fundi þjónustunnar að sveitarfélögin ætli sjálf að gera samninga við þá. Skólasamfélag Bláskógabyggðar býr svo vel að hafa aðgang að talmeinafræðingi í dag en sá samingur sé eingöngu gerður til eins árs í senn. Lagt var fram bréf frá talmeinafræðinginum þar sem farið er yfir þau gögn sem þurfi til að gera greiningar sem og vanti skriflega starfslýsingu. Einhver gögn eru til hjá SVÁ og munu skólastjórar fá upplýsingar um hver þau eru. Einnig munu skólastjórar fara í það að útbúa starfslýsingu talmeinafræðingsins. Júlíana taldi mjög mikilvægt að málþroski barna þróist á sem eðlilegastan hátt og því sé nauðsynlegt að huga að snemmtækri íhlutun og spilar talmeinafræðingur þar stórt hlutverk. 2. Álfaborg valin til úttektar á ytra mati árið 2014 af Námsmatsstofnun. Markmið úttektarinnar er að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið fer fram á tímabilinu febrúar til maí. Matsaðili er Kolbrún Vigfúsdóttir og annar aðila sem verður tilkynntur síðar og þeir munu hafa samband vegna gagnaöflunar, fyrirkomulags og framkvæmdar. Starfsfólk Álfaborgar lýsir mikilli ánægju með að Álfaborg skuli hafa verið valin til úttektar. 3. Dagur leikskólans 6. febrúar. Álfaborg verður með myndlistarsýningu í Aratungu og Bjarnabúð auk þess sem farið verður og sungið fyrir eldriborgara. Leikskólahluti Bláskógaskóla mun bjóða upp á vöfflur fyrir grunnskólahlutann. Þar sem leikskólabörnin taka fullan þátt í undirbúningi þess. 4. Mat á skólastarfi Álfaborgar fer fram allt skólaárið og munu niðurstöðurnar birtast í starfsskýrslunni sem verður tilbúin í júní 2014. Allir aðilar meta skólastarfið og fer það fram með skráningum,í umræðum, viðtölum og könnunum. a. September ? Deildarstjórasamtöl b. Janúar ? Leikskólastjórasamtal c. Febrúar ? Mat barna á skólastarfinu d. Mars ? Mat starfsmanna á skólastarfinu e. Apríl ? Mat foreldra á skólastarfinu 5. Önnur mál a) Starfið í Álfaborg. Mikill kraftur er í skólastarfinu hjá börnunum. Á starfsmannafundum og á næsta starfsdegi hefur leikskólastjóri skipt starfsfólkinu upp í 3 hópa og hver hópur tekur fyrir 2 grunnþætti skólastarfsins, í apríl mun hver hópur vera með kynningu á þeim. b) Leikskólahluti Bláskógaskóla bauð upp á hafragraut og slátur fyrir alla pabba og afa á Bóndadaginn, sem lukkaðist mjög vel. c) Júlí bendir á að aðstaða sé orðin betri til að taka inn yngri börn í leikskólann Álfaborg. Engin dagmamma er í sveitarfélaginu og leikskólahluti Bláskógaskóla er að taka inn árs gömul börn. Gott væri ef sama þjónusta væri á báðum stöðum. Fræðslunefnd líst mjög vel á og hvetur sveitarstjórn til að fara að vinna í því að ársgömul börn komist að í Álfaborg.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?