Skólanefnd

31. fundur 04. apríl 2014 kl. 09:07 - 09:07
31. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 26. feb. 2014 Reykholt Sameiginlegur fundur beggja skólastiga Leik- og grunnskóli (16:00 ? 18:00) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Aðalheiður Helgadóttir fulltrúi kennara (AH), Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Þuríður Ágústa Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborg (ÞÁS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta Bláskógaskóla (SBA), Áshildur Sigurðardóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (ÁS). 1. Sérkennsla í Bláskógabyggð, fræðslunefnd setti saman nokkrar spurningar og lagði fyrir leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (sjá fylgiskjal nr. 1). Tilgangurinn var að fá betri innsýn í þennan hluta skólastarfsins (svör skólastigana eru í fylgiskjölum nr. 2 og 3). Megin niðurstöður eru þessar: Bláskógaskóli (grsk.) er með 26 börn í sérkennslu (6 á Laugarvatni og 20 í Reykholti). Í leikskóladeildinni eru fjögur börn svo alls eru þetta 30 börn í sem njóta einhvers konar sérkennslu en 20 þeirra eru með greiningu á bak við sig. Alls eru þetta 61 kennslustund á viku eða 2,3 stöðugildi (23 stundir á Laugarvatni og 38 stundir í Reykholti). Að auki er 10% staða talmeinafræðings. Fjórtán kennarar sinna sérkennslu í Bláskógaskóla (4 á Laugarvatni og 10 í Reykholti). Í leikskólanum Álfaborg njóta 8 börn sérkennslu. Alls eru það 30 klukkustundir á viku (u.þ.b. 75% starf). Inni í því er 15% starf talmeinafræðings (6 stundir), stuðningur (20 stundir) og deildarstjóri er með 4 stundir. Tvö af börnunum eru með greiningu, önnur tvö eru tvítyngd og fjögur í sérstakri talþjálfun en það er hluti af því að byrja strax að sinna þeim sem þurfa á því að halda. Með tilkomu nýrrar skólaþjónustu Árnesþings (tók til starfa um áramót) og í ljósi þessara niðurstaða er ástæða til að skoða hvort þörf sé á að breyta stöðuhlutfalli sérkennara við leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi upplýsingaflæðis og samfellu í sérkennslu nemenda á milli skólastiganna. Vilji er því til að fækka kennurum sem sinna sérkennslu og ráða frekar einstakling/a sem sinna henni að fullu á næsta skólaári. Fræðslunefnd mun vinna áfram að skoðun og frekari útfærslu. 2. Önnur mál a) Lestrarátak. Júlíana talar um að það þurfi átak í lestri fyrir börn, þ.e. að foreldrar lesi fyrir börnin sín. Lions klúbburinn í Biskupstungum var með fyrirlestur um lestur fyrir börn og ætlar í framhaldi að því að gefa skólanum gjöf sem mun nýtast til lestrar. Júlíana hvetur alla aðila til að koma að máli til að bæta þetta mál. Hrund stingur upp á að hafa lið á næsta fundi um lestur og lestrarátak.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?