Skólanefnd

29. fundur 06. desember 2013 kl. 09:07 - 09:07
29. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 27. nóv. 2013 Laugarvatn Grunnskóli (16:00 ? 17:00) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps, Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE). Forfölluð: Aðalheiður Helgadóttir fulltrúi starfsmanna (AH). 1.  Staðfesting starfsáætlunar. Hrund fer yfir þær breytingar sem hafa orðið á starfsáætluninni frá síðasta fundi. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlun Bláskógaskóla- grunnskóladeildar. 2.  Almennur hluti af skólanámskrá lagður fram til staðfestingar. Fræðslunefnd staðfestir hana með örlitlum fyrirvara. 3.  Fjárhagsáætlun. Hrund lýsir yfir ánægju með sveitarfélagið þar sem ekkert var skorið niður til skólamála. Skólinn hafi náð að fjármagna allt sem til stóð. 294 milljónir fara til grunnskólahlutans, lang mest af þessum fjármunum eru fastir liðir t.d. laun, hiti og rafmagn, skólaakstur og fl. Tölvubúnaður var endurnýjaður í Reykholti og sama verður gert á Laugarvatni árið 2014.  4.  Starfið framundan. Hrund stiklar á stóru um það sem er að gerast. Danskennsla er nú gangi þessa vikuna (vika 48), Auður Haralds danskennari var fengin til að sjá um kennsluna og er mikil ánægja með hana. Jólaundirbúningur er framundan í skólanum, þá er lítið um hefðbundna kennslu og í framhaldi af því eru litlujól. Föstudaginn 29. nóv verður kynning á fyrirkomulagi á nýrri Skólaþjónustu Árnesþings fyrir skólastjórnendur og sveitarstjórnarfulltrúa. Foreldraviðtölum er lokið. Skólastjórafélag Norðvesturlands kom í heimsókn, þar sem þeir skoðuðu bæði Flúðakóla og Bláskógaskóla.  5.  Skólapúlsinn. Fyrirtæki sem bíður skólum upp á staðlað form af spurningalistum til að hjálpa þeim við innra mat. Ákveðinn kostnaður fylgir hverri könnun og mun Hrund skoða hvort gagnlegt væri fyrir Bláskógaskóla að nýta sér þessa þjónustu. 6.  Samfella milli grunnskóla. Guðný hefur orð á því að fræðslunefndin í Kerhólskóla vilji skoða samfelluna hjá nemendum sem eru að fara milli grunnskólanna. Hvernig er þetta samstarf að takast og hvernig eru nemendurnir að taka þessu? Einnig vill Kerhólsskóli koma á sameiginlegum starfsdegi kennara. Það myndi hjálpa kennurum mikið við að samræma kennsluna. Þessari hugmynd verður komið áleiðis til kennara í Bláskógaskóla. 7.  Önnur mál. Engin  
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?