Skólanefnd
27. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 25. sept. 2013
Reykholt
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri Bláskógaskóla (HH),
Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi
starfsmanna Álfaborgar (AM), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna
leikskólahluta Bláskógaskóla (SBA), Áshildur Sigurðardóttir fulltrúi foreldra Álfaborgar
(ÁS).
Leikskóli (16:00 ? 17:00)
1. Nýr fulltrúi í fræðslunefnd, Áshildur Sigurðardóttir fulltrúi foreldra Álfaborgar.
2. Skólanámskrá leikskóladeildar Bláskógaskóla. Hrund leggur fram
skólanámskrána til umsagnar og samþykktar fræðslunefndar.
3. Skólaárið, verkefni framundan. Júlíana fer yfir undirbúninginn fyrir skólaárið í
Álfaborg. Engar mannabreytingar voru þetta haustið. Starfsáætlun leikskólans er
komin inn á heimasíðu skólans. Í vetur verður lögð sérstök áhersla á jákvæðan
aga, starfsmenn hafa lagt sig fram við að tileinka sér hann og um leið innleiða
hann til barnanna. Hrund fer yfir starf leikskóladeildar Bláskógaskóla. Nokkrar
mannabreytingar hafa orðið á deildinni. Einnig hefur börnunum fjölgað nokkuð
og fleiri væntanleg um áramótin. Nýbúið er að halda foreldrafund þar sem Sólveig
og aðrir starfsmenn fóru yfir það starf sem framundan er í vetur. Áfram verður
lögð áhersla á útiskólann. Nýjum áhöldum og tækjum til útieldunar hefur verið
komið fyrir í þartilgerðri kistu uppi í skógi.
4. Starfsáætlun leikskóladeildarinnar er í vinnslu og verður kominn inn á netið
fljótlega.
5. Stýrihópur sameiningar hefur fundað einu sinni þetta haustið, mun svo funda í
byrjun október og gert er ráð fyrir að funda aftur um miðja nóvember.
Fundargerðir stýrihóps eru aðgengilegar öllum starfsmönnum skólans og verða
sendar fræðslunefnd.
6. Skólaskrifstofan, þjónusta við sveitarfélögin. Bryndís fer yfir stöðu mála og
hvernig næstu skref eru hugsuð. Undirbúningsnefndin er að vinna í að setja saman
heildarlausn fyrir sveitarfélögin sem standa að nýrri skólaskrifstofu. Gerður G.
Óskarsdóttir hefur verið fengin til að stýra því verkefni og fer sú vinna mjög vel af stað.
Í framhaldi verður hugmyndin að nýrri skólaskrifstofu lögð fram til
kynningar og afgreiðslu hjá sveitarfélögunum.
7. Verndum þau ? námskeið (sjá fylgiskjal). Fræðslunefnd leggur áherslu á að
skólarnir panti þetta námskeið og um leið kanni áhuga annarra félagasamtaka,
sem koma að uppeldi og félagsstarfi barna og unglinga, að í að taka þátt. Hrund
og Júlíana ætla að skoða dagsetninguna 17.feb. þar sem báðir skólar eru með
starfsdag þennan dag.
8. Önnur mál.
Grunnskóli (17:00 ? 18:30)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri Bláskólaskóla (HH),
Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE), Aðalheiður Helgadóttir (AH) fulltrtúi
kennara.
Forfölluð: Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps.
1. Nýir fulltrúar í fræðslunefnd, Aðalheiður Helgadóttir nýr fulltrúi kennara.
2. Skólaárið, starfsáætlun, skólanámskrá o.fl. Hrund fer yfir þær breytingar sem hafa
verið gerðar á húsnæði skólans og standa enn yfir. Um leið og Hrund fagnar
þessum breytingum, þá er ljóst að þær hafa haft truflandi áhrif á starf skólans það
sem af er skólaári og þeim er ekki lokið ennþá. Umgangur verktaka og hávaði
sem fylgir þeirra vinnu veldur óþarfa álagi á skólastarf - nemendur, kennara og
starfsfólk allt. Fræðslunefnd vill koma því á framfæri við sveitarstjórn að þar sem
skólahúsnæði grunnskóla stendur tómt yfir sumartímann eigi að nýta þann tíma
til lagfæringa og annara framkvæmda á húsnæði. Algjörlega ólíðandi sé að
áætlaðar framkvæmdir séu að dragast fram á haust og trufli þar með skólastarf.
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið, en með minna móti þetta árið. Starfsáætlun
og skólanámskrá eru á lokastigi og verða send fræðslunefnd við fyrsta tækifæri til
umsagnar.
3. Skólaskrifstofan, þjónusta við sveitarfélögin. Sjá leikskólahluta.
4. Verndum þau ? námskeið (sjá fylgiskjal). Sjá leikskólahluta.
9. Önnur mál
a) Lionsklúbburinn Geysir verður með opinn fræðslufund um
lestrarörðugleika í Aratungu þann 2. okt. Fræðslunefnd fagnar
þessu framtaki og hvetur alla til að mæta.