Skólanefnd
26. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 5. júní 2013
Reykholt
Grunnskóli (16:00 ? 17:00)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Margrét Elín
Egilsdóttir fulltrúi starfsmanna (MEE), Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir deildarstjóri
Laugarvatni (IBB), Margrét Larsen deildarstjóri Reykholti (ML), Guðný Tómasdóttir
áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps (GT),
Fjarverandi: Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE)
1. Úttekt á sameiningu leik- og grunnskóla. Sjá bókun í leikskólahluta.
2. Skólaakstur. Umsókn um akstur á Laugarvatn frá Efri-Reykjum. Sjá
meðfylgjandi bréf. Fræðslunefnd vísar bréfi til sveitarstjórnar en nokkrar umræður
áttu sér stað varðandi kostnað og vegalengdir fyrir börnin.
3. Innra mat. Hrund fór yfir innra mat vetrarins sem staðið var að með
nemendakönnun í haust og SVÓT greiningu meðal starfsmanna í vor.
Í heildina voru niðurstöður jákvæðar, bæði nemendum og kennurum líður vel í
Bláskógaskóla. Aðeins þótti ástæða til að bregðast við einum lið skýrslunnar
varðandi nemendur en það var líðan barna í skólabíl. Þar þótti hlutfall þeirra sem
leið frekar illa í skólabíl frekar hátt. Gengið var í málið og fenginn var
stuðningsfulltrúi tímabundið til að fara með krökkunum í tiltekinn skólabíl.
Sjá fylgiskjöl.
4. Önnur mál
a) Engin. Leikskóli (17:00 ? 18:00)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Júlíana
Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna
Álfaborgar(AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólahluta Bláskógaskóla
(RS),
Fjarverandi: Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta
Bláskógaskóla (SBA), þörf er á nýjum fulltrúa foreldra í Álfaborg fyrir næsta haust.
1. Úttekt á sameiningu leik- og grunnskóla. Á síðasta fundi fræðslunefndar
Bláskógabyggðar, haldinn á Laugarvatni þann 17. apríl 2013, var lagt fram bréf
starfsmanna á leikskóladeild Bláskógaskóla, þar sem óskað var eftir að fenginn
yrði óháður fagaðili til að leggja mat á árangur sameiningar leik- og grunnskóla
Bláskógabyggðar á Laugarvatni, og koma með tillögur um úrbætur. Helstu
ástæður fyrir þeirri beiðni voru skortur á starfsmönnum í forföllum, slök
upplýsingamiðlun á milli skólastiga, skipulag útidags og að endurmenntun
starfsfólks væri ábótavant. Skólastjóri Bláskógaskóla og formaður fræðslunefndar
Bláskógabyggðar leituðu álits Hrafnhildar Karlsdóttur leikskólaráðgjafa hjá
Skólaskrifstofu Suðurlands og í framhaldi var tekin ákvörðun og bréf þess efnis
sent til allra starfsmanna á leikskóladeild Bláskógaskóla, sjá meðfylgjandi bréf.
Einnig var leitað eftir upplýsingum hvað varðar stöðugildi á leikskóladeildinni í
vetur, sem og forföll starfsmanna og í ljós kom að stöðugildi eru næg og forföll
starfsmanna hafa ekki verið óeðlileg. Formaður og varaformaður fræðslunefndar
hafa nú setið síðustu tvo fundi stýrihóps vegna sameiningar leik- og grunnskóla
Bláskógaskóla á Laugarvatni og binda vonir við að með samstilltu átaki geti
starfsmenn beggja deilda unnið að farsælli sameiningu, sem muni styrkja
skólastarf Bláskógaskóla á Laugarvatni.
2. Innra mat og umbótaáætlun Álfaborgar. Júlíana fór yfir innra matið, þar sem
foreldrakönnun var gerð. Foreldrar eru almennt ánægðir með starf leikskólans og
hans umhverfi.
3. Starfsáætlun Álfaborg. Júlíana fór yfir hana og kynnti.
4. Leikskólareglur Bláskógabyggðar ? sjá fylgiskjal. Farið var yfir reglurnar og
nokkrar breytingar gerðar.
5. Skólanámskrá leikskóladeildar Bláskógaskóla. Skólanámskráin er tilbúin og
verður sett fram á næsta kennarafundi og í framhaldinu á næsta
fræðslunefndarfundi.
6. Starfsáætlun leikskóladeildar Bláskógaskóla. Kynnt og lögð fram.
7. Önnur mál
a. Byrjað er að auglýsa eftir starfsfólki fyrir leikskóladeildina þar sem útséð er
að það muni vanta næsta haust.
b. Leikskóladeildin fékk heimsókn frá aðstoðarleikstjórastjórum Hafnafjarðar.
Þeim þótti mikið til koma það umhverfi sem er í kringum leikskólann á
Laugarvatni og það útistarf sem þar er unnið.
c. Hrund og Júlíana leggja fram bréf þar sem óskað er eftir viðbótarstarfsdag
fyrir næsta skóla ár. Ástæðan er sú að ætlunin er að fara í vettfangsferð norður
á land til að heimsækja leikskóla á Akureyri þar sem á að kynna sér stefnu
sem hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun. Hún snýst um jákvæðan aga.
Fræðslunefnd tekur vel í þessa hugmynd og leggur til að sveitarstjórn taki
jákvætt í erindið. Sjá fylgiskjal.