Skólanefnd

25. fundur 03. maí 2013 kl. 09:05 - 09:05
25. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 17. apríl 2013 Laugarvatn Leik- og grunnskóli (16:00 ? 18:00) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps (GT), Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE), Margrét Elín Egilsdóttir fulltrúi kennara, Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar (AM), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta Bláskógaskóla (SBA), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólahluta Bláskógaskóla (RS). . Fjarverandi: Axel Sæland ritari, Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar, Guðrún Erna Þórisdóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (GEÞ). 1.  Skólanámskrá Álfaborgar, umsögn foreldraráðs og staðfesting. Skólanámsskráin var unnin í hópastarfi starfsfólks á starfsdögum. Endanleg útgáfa síðan ákveðin í sameiningu. Námsskráin er frá 2013-2015, en verður endurskoðuð reglulega. Foreldraráð hefur farið yfir skránna og skólanámsskrá Álfaborgar er nú staðfest af fræðslunefnd. 2.  Kynning á skólanámskrá Bláskógaskóla, leikskóladeild. Skólanámsskráin er enn í vinnslu, er nú komin á það stig að væntanlega verður hægt að taka hana fyrir á næsta starfsmannafundi til umsagnar. Fer síðan til foreldraráðs, eða stjórnar foreldrafélagsins. Stefnt er að að taka námsskránna fyrir á næsta fræðslunefndarfundi. 3.  Skóladagatal Bláskógaskóla, leikskóladeild. Komin drög að skóladagatalinu, fer til umræðu á næsta starfsmannafundi. Álfaborg er einnig með sitt skóladagatal í vinnslu. Reynt verður að samræma dagatölin eftir föngum. 4.  Starfsmannamál og skólahald framundan. Hrund fór yfir stöðuna í starfsmannamálum Bláskógaskóla, leikskóladeild. Fyrirsjáanlegt er að tveir starfsmenn hætti í júníbyrjun. Í þeirra stað munu tveir stuðningsfulltrúar koma inn, í starfshlutfalli eins og hentar þegar ljóst verður hversu mörg börn verða á leikskólanum í júní. Í framhaldi þarf að auglýsa eftir leikskólakennurum fyrir næsta vetur. Fyrirliggjandi á dagskrá leikskóladeildar er vorhátíð og útskrift. 5.  Viðbrögð sveitarstjórnar við málefnum frá fræðslunefnd (náðarkorter, félagsmiðstöð, opnunartími leikskólans næstu jól). Valgerður sagði frá umræðu sveitarstjórnar vegna þessara mála.  6.  Námskeið um rétta málsmeðferð og öruggt skólastarf. Bryndís sagði stuttlega frá námskeiði sem hún fór á á Selfossi þann 11. mars. Námskeiðið var skipulagt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélagi Íslands í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið sjá; http://www.samband.is/media/skolamal/Bref_dagskra_namskeid_2013.pdf  7.  Skólaskrifstofa Suðurlands. Umræða varð um framtíð skólaskrifstofu. Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar er í nefnd sem fjallar um málið. Starfsfólk skólanna lagði áherslu á að fá að fylgjast með því sem er að gerast og fá að vera með í umræðunni. Þetta er þjónusta sem skiptir skólanna auðvitað miklu máli og nauðsynlegt að fá upplýsingar um þróun mála.  8.  Skóladagatal 2013-2014, grunnskóli. Hrund lagði fram til samþykktar skóladagatal grunnskólans fyrir næsta vetur. Dagatalið hefur verðið tekið til umræðu á starfsmannafundi og var samþykkt af fræðslunefnd. 9.  Önnur mál. A) Hrund sagði stuttlega frá starfsmannamálum grunnskólans. Að öllum líkindum verða ekki miklar breytingar næsta vetur, en það mun skýrast næstu daga. B) Í Álfaborg verða væntanlega litlar breytingar í starfsmannamálum að sögn Agnesar, kannski einhverjar spurningar um stöðuhlutföll. C) Hrund sagði frá rannsókn sem meistaranemi í í náms- og kennslufræði við HÍ óskar eftir að fá að gera í Bláskógaskóla í tengslum við nám sitt. D) Hrund sagði frá innra mati sem hefur verið gert grunnskólanum, þar sem nemendur mátu skólastarfið. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að starfið sé í ágætum farvegi. Einnig sagði hún frá SVÓT greiningu sem gerð var á kennarafundi. Hún mun draga niðurstöður saman og kynna okkur á næsta fræðslunefndarfundi. Sérstaklega verður áherslan þá lögð á innra matið. E) Sólveig Björg lagði fram bréf undirritað af starfsfólki leikskóladeildar Bláskógaskóla varðandi úttekt á sameiningu leikskóla og grunnskóla á Laugarvatni. Sjá fylgiskjal. Bryndís bað um að starfsfólk leikskóladeildar myndu taka saman helstu ástæður þess að þau leggja fram tiltekið bréf. Fræðslunefnd samþykkti að Hrund myndi heyra í Hrafnhildi Karlsdóttur á skólaskrifstofunni og fá allar helstu upplýsingar um svona úttekt. Fræðslunefnd mun taka ákvörðun um framhaldið þegar þessar upplýsingar liggja fyrir. D) Valgerður sagði frá erindi, sem Bryndís formaður fræðslunefndar hélt á íbúaþingi Bláskólabyggðar á Þingvöllum 16. apríl, varðandi innleiðingu nýrrar námskrár. Rætt var hvort Bryndís myndi halda svipaðan fyrirlestur fyrir starfsfólk skólanna og foreldra. Valgerður Sævarsdóttir ritaði fundargerð 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?