Skólanefnd
24. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 27. feb. 2013
Laugarvatn
Grunnskóla hluti (16:00 ? 17:00)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Guðný
Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps (GT), Elísabet Dröfn
Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE).
Fjarverandi: Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ)
1. Skóladagar, bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Svarbréf mennta- og
menningarmálaráðuneytis við rökstuðningi Bláskógaskóla, vegna of fárra
skóladaga hjá börnum í 1.- 4. bekkjar í Reykholti. Þar er tekið fram að það þurfi
að skila inn rökstuðning á hverju ári fyrir því afhverju skóladagarnir séu færri hjá
yngsta stiginu í Reykholti.
2. Starfið í grunnskóladeild Bláskógaskóla. 9.bekkur fór í ferðalag á Laugar frá 25.
febrúar ? 1. mars. Búið að ganga vel og allir skemmta sér vel. Upplestarkeppni
fer fram 28. febrúar í Aratungu og svo fer lokakeppnin fram kl. 14.00., 11. mars
einnig í Aratungu. Þar taka þátt allir grunnskólar í uppsveitunum ásamt Flóaskóla.
Suðulandsriðillinn í skólahreysti er svo 13. mars og fer fram í Smáranum.
Foreldraviðtöl fóru fram 22. febrúar.
3. Skóladagatal 2013-2014, dagafjöldi og skipulag. Hrund fer yfir þær hugmyndir
sem komnar eru fram vegna dagatals næsta skólaárs. Þar ber helst að skólinn er að
reyna að stilla vetrarfríin af með framhaldskólunum á Suðurlandi. Búið er að færa
samræmdu prófin aftur um viku og verða því 23.- 27. september. Því fagnar
fræðslunefnd mjög en Bláskógabyggð sendi ábendingu til mennta- og
menningarmálaráðuneytis á síðasta ári þar sem gerð var athugasemd við fyrri
dagsetningar. Þá voru prófin strax eftir réttarhelgina, en núna fæst auka vika og
nemendur ættu því að vera betur undirbúnir.
4. Félagsmiðstöð ? bréf til fræðslunefndar frá Herði Óla Guðmundssyni,
umsjónarmanni félagsmiðstöðvar. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að taka á
þessu og auglýsa eftir starfmanni til að vera með Herði í félagsmiðstöðinni sem er
opin einu sinni í mánuði á Borg og er ætluð unglingum í Grímnes- og
Grafningshreppi og Bláskógabyggð. (Sjá fylgiskjal) 5. Önnur mál.
a) Hrund segir frá því að Kvenfélag Biskupstungna hafi gefið 300.000 kr til að gera
endurbætur á heimilisfræðistofunni.
b) Ákveðið var að næsti fundur verði 3. miðvikudag í mars en ekki 4. eins og
venjulega vegna páskafrís og sama fyrirkomulag verði í apríl að ósk Hrundar.
Leikskóla hluti (17:00 ? 18:00)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Júlíana
Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna
Álfaborgar (AM), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta
Bláskógaskóla (SBA), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólahluta
Bláskógaskóla (RS).
Forfallaðir: Guðrún Erna Þórisdóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (GEÞ).
1. Skólanámskrá Álfaborgar, umsögn og staðfesting. Lokið var við námskrána 18.
febrúar og fer hún í framhaldinu til umsagnar hjá foreldraráði. Fræðslunefnd tekur
hana síðan til umsagnar. Í framhaldi af því verður hún aðgengileg í Álfaborg og á
heimasíðu leikskólans http://alfaborg.blaskogabyggd.is/
2. Hlutverk foreldraráðs er að veita umsögn um skólanámskrá, fjárhagsáætlun og
starfsáætlun. Hingað til hafa foreldraráðsfundir verið 2 á ári, einn að hausti og
einn að vori. Á haustfundi verður fjárhagsáætlun tekin fyrir, skólanámskrá og
starfsáætlun tekin fyrir að vori.
3. Deildarstjórasamtöl í Álfaborg, fóru fram í janúar og febrúar þar sem
deildarstjórar ræddu við starfsfólk sitt einn og einn. Samtölin snérust um líðan
starfsfólks og þeirra hlutverk í skólasamfélaginu. Samtölin komu vel út og almenn
ánægja með þetta framtak.
4. Mat barna á skólastarfi. Það er gert í gegnum spil og sjónrænar spurningar.
Niðurstöður þess verða aðgengilegar síðar í samantekt á innra mat síðar.
5. Starfið í Álfaborg. Kvenfélag Biskupstungna gaf veglega peningagjöf. Hún verður
nýtt í að endurnýja mikið af leikföngum leikskólans t.d. útihjól, bækur og spil.
Stefnt er að því að fara í námsferð á næsta skólaári þar sem á að heimsækja
leikskóla á Norðurlandi.
6. Starfsmannamál leikskóladeild Bláskógaskóla, nýr starfsmaður Áshildur
Sigurðardóttir var ráðin inn til að leysa Guðrúnu Lilju Jónsdóttur af.
Foreldraviðtöl voru haldin sameiginlega með grunnskólahlutanum. Foreldrar voru
almennt ánægðir með það.
7. Skóladagatal 2013-2014 í Bláskógaskóla, dagar í kringum jól. Umræða átti sér
stað um dagana í kringum næstu jól. Þar sem aðeins eru tveir virkir dagar og þeir
lenda sitthvorum megin við helgi. Júlíana og Hrund vilja láta athuga hjá sveitarstjórn hvort hægt sé að hafa lokað þessa daga og hafa vistunargjaldið þá
lægra um það sem nemur.
8. Önnur mál
a) Sólveig leggur til að leikskóladeild Bláskógaskóla fari með Álfaborg í
námsferð norður í land á næsta skólaári. Júlíana og Hrund taka vel í það
ásamt fræðslunefnd.
b) Ákveðið var að næsti fundur verði 3. miðvikudag í mars en ekki 4. eins og
venjulega vegna páskafrís og sama fyrirkomulag verði í apríl að ósk
Hrundar.
Axel Sæland ritaði fundargerð