Skólanefnd

22. fundur 07. desember 2012 kl. 08:58 - 08:58
22. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 28. nóvember 2012 Reykholt Grunnskólahluti (16:00 ? 17:00) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Margrét Elín Egilsdóttir fulltrúi starfsmanna (MEE), Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE). Forfallaðir: Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps (GT). 1.  Nýtt nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla. Tilllaga frá stýrihóp er sú að nemendur fari með þær tillögur sem fræðslunefnd hefur valið úr innsendum tillögum heim og þeir kjósi nafn með foreldrum sínum, en að lokum mun svo sveitarstjórn velja nafn skólans. Þrjú nöfn hafa verið valin af fræðslunefnd. 2.  Minningarsjóður Biskupstungna er sjóður sem stofnaður var 1916 ætlaður var til að styrkja fólk til náms en nú hefur hann breyst og er m.a. ætlaður til að fegra og prýða umhverfi skólans og stuðla að uppbyggilegum þáttum í sveitinni. Í stjórn þessa sjóðs eru formaður fræðslunefndar, formaður ungmennafélags Biskupstungna, formaður kvennfélags Biskupstungna, oddviti sveitarstjórnar, Svavar Sveinsson vörslumaður og séra Egill sóknarprestur. Fræðslunefnd hvetur aðila til að kynna sér tilgang minnigarsjóðsins og sækja um styrk ef þeir eru að vinna að verkefni sem lítur að þessum málflokki. 3.  Önnur mál: a)  Hrund vekur athygli á því að engar merkingar eru á stofnunum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að setja upp merkingar á stofnanir sveitarfélagsins. b)  Grænfáninn er verkefni sem hefur verið í gangi á Laugarvatni en áhuginn fyrir verkefninu hefur farið minnkandi og spurning hvort eigi að halda honum áfram. Fræðslunefnd leggur til að þetta verði rætt á næsta starfsmannafundi og athuga hvort einhver hafi áhuga á að taka verkefnið að sér. c)  Skólaráð hefur haldið sinn fyrsta fund og fagnar fræðslunefnd því og vonar að starfsemi þess eigi eftir að ganga vel. Leikskólahluti (17:00 ? 18:00) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar(AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskóladeildar leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (RS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar  leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (SBA), Guðrún Erna Þórisdóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (GEÞ) 1.  Nýr fulltrúi foreldra í Álfaborg, Guðrún Erna Þórisdóttir. 2.  Nýtt nafn á sameinuðum leik- og grunnskóla, sjá grunnskólahluta. 3.  Minningarsjóður Biskupstungna, sjá grunnskólahluta. 4.  Skólanámskrá Álfaborgar (staða hennar), Júlíana kynnti hana en hún hefur verið unnin í hópastarfi á starfsmannadögum og verður full kláruð í febrúar á næsta starfsmannadegi. 5.  Fjárhagsáætlun Álfaborgar, Júlíana las upp greinargerðina sem hún hefur sett í inn í fjárhagsáætlunina. En mismunur á fjárhagsramma 2013 nemur rúmum tveimur og hálfri milljón en sá mismunur kemur vegna hækkunar á aðföngum og auknu menntunarstigi starfsfólks. Júlíana óskar eftir auknu fjárframlagi sem þessu nemur til að geta staðið við allar skuldbindingar. 6.  Júlíana fór yfir starfið í Álfaborg 7.  Önnur mál a)  Hrund leggur til að skólastofnanir í nærsamfélaginu hittist og haldi smá þing þar sem farið er yfir áherslur nýrrar aðalnámskrár og famennsku í skólum. Mjög gott fyrir starfsmenn að fá tækifæri til að ræða þessi mál þannig að skilningur og þekking aukist. Fræðslunefnd leggur til að skólastigin stefni á svona viðburð næsta haust.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?