Skólanefnd

20. fundur 05. október 2012 kl. 08:57 - 08:57
20. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Miðvikudagur 26. sept. 2012 Laugarvatn Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og Grafningshreppi (GT). Grunnskóla hluti (16:00 ? 17:00) 1.  Áætlun innra mats. Fræðslunefnd ber ábyrgð á því að grunnskólinn meti innra starf sitt með markvissum hætti, (BB) leggur til að grunnskólinn setji upp 3-5 ára áætlun þar sem ákveðið er hvaða þættir verða teknir fyrir á hverju ári og með hvaða hætti. Á þessu skólaári sé tilefni til að taka m.a. sameiningu leik- og grunnskóla á Laugarvatni fyrir þannig að á vormánuðum megi lesa niðurstöður þess og tillögur að umbótum. (HH) Vinna við innra mat er ekki komin í gang í grunnskólanum, þar sem mesta vinnan fer í að fara yfir aðalnámskránna og aðlaga skólanámskrá að henni en þeirri vinnu lýkur á næstu vikum. Ákveðið að taka upp þráðinn á innra matinu á næsta fundi fræðslunefndar þegar búið er að klára aðlögun nýrrar aðalnámskrár. (BB) bendir á grein í Netlu (vefrit menntavísindasviðs HÍ) varðandi leiðbeiningar um innra mat. Sjá nánar: http://netla.khi.is/menntakvika2010/alm/026.pdf 2.  Ráðning nýrra starfsmanna. (HH) nýir starfsmenn byrja sitt starf vel og engar athugasemdir komu vegna skila á sakavottorði sem óskað er eftir við ráðningu starfsmanna í leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar. 3.  Nýir fulltrúar í fræðslunefnd. Margrét Elín Egilsdóttir kemur í stað Hallberu Gunnarsdóttur sem varamaður fulltrúa starfsmanna, en enn á eftir að fá varamann fyrir ritara í stað Smára Stefánssonar. 4.  Önnur mál. a)  Göngu átak í grunnskólanum þar sem allir taka þátt og gengið er hálftíma á dag í tvær vikur. Fyrri vikuna verður gengið í fyrsta tíma og seinni vikuna verður gengið í síðasta tíma og þannig fá nemendur að finna hvort sé betra að byrja eða enda á hreyfingunni. b)  Nafn á nýjan skóla, finna þarf nafn á grunnskólann sem fyrst. Tillaga sett fram um að auglýsa í næstu Bláskógatíðindum samkeppni um nafn á skólanum og svo í framhaldi af því velur fræðslunefnd þrjú nöfn sem hún leggur fyrir sveitarstjórn sem tekur svo lokaákvörðun. Leikskóla hluti (17:00 ? 18:25) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Hrund Harðardóttir skólastjóri leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (HH), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar (AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskóladeildar í sameinuðum leik- og grunnskóla (RS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar í leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (SBA). 1.  Nýir fulltrúar í fræðslunefnd. Henrietta Ósk Gunnarsdóttir er hætt sem fulltrúi foreldra og verið er að vinna í að fá annan inn í staðinn. Hrund kemur inn sem skólastjóri og Sólveig inn sem fulltrúi starfsmanna. 2.  Starfsáætlun leikskólans. Álfaborgar skólaárið 2012-2013. Júlíana kynnti hana fyrir fræðslunefndinni og í framhaldi af því mun hún verða aðgengilega á heimasíðu leikskólans. Fræðslunefnd lýsir yfir mikilli ánægju með starfsáætlunina. 3.  Starfsáætlun leikskóladeildar leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar skólaárið 2012-2013. Stefnt er að hún verði klár fyrir næsta fræðslunefndarfund. 4.  Fyrirspurn frá foreldrum varðandi opnunartíma leikskólans Álfaborgar. Fyrirspurn kom hvort einhver breyting yrði á opnunartíma leikskólans þar sem grunnskólinn hefur fengið nýjan opnunartíma (8:40). Ástæðan er sú að foreldrar hafa samnýtt ferðina þegar komið er með leikskólabörnin 8:45. Ákveðið hefur verið að halda núverandi vistunartilboðum þ.e. 8 og 8:45. Ef foreldrar ætla að nýta tímann fyrir 8:45 er velkomið að breyta tímanum og við minnum á að allar breytingar þurfa að skilast inn fyrir 16. hvers mánaðar og taka gildi mánaðarmótin þar á eftir. 5.  Lokun á skólunum í Bláskógabyggð e.h. 31. okt. til þess að allt starfsfólk geti sótt málþing á vegum menntamálaráðuneytisins sem haldið verður í FSU. Fræðslunefnd tekur heilshugar undir þessa beiðni og hvetur sveitarstjórn að taka jákvætt í beiðni skólanna. 6.  Innleiðing á nýrri aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrárgerð. Leikskólastjóri Álfaborgar hefur unnið þriggja lotu áætlun fram að áramótum fyrir starfsmenn sína til að tileinka sér nýja aðalnámskrá. Ætlunin er að í hverri lotu sé ákveðið efni lesið og síðan unnið efnislega úr spurningum sem búið er að semja. Í framhaldinu verða deildarstjórafundir og deildarfundir nýttir þar sem starfmönnum gefst kostur á að bera saman bækur sínar og skilar síðan hvor deild niðurstöðum úr þeirri umfjöllun. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þessi vinnubrögð þar sem áhersla er lögð á að allir starfsmenn kynni sér efni nýrrar aðalnámskrár, fái tækifæri til að fjalla um hana og verði þar af leiðandi tilbúnir að innleiða hana í sitt starf. 7.  Önnur mál. a)  SBA, setur fram bréf sem er skrifað af starfsmönnum leikskóladeildar grunnskólanns. En þar ríkir almenn óánægja með samruna leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd er ánægð með að leikskólahlutinn setji fram það sem þau telji að þarfnist úrbóta og hægt sé að vinna með það til að bæta ástandið. (HH) segir frá því að það hafi verið nokkrir hnökrar í byrjun en margt er búið að gera og bæta frá því að leikskóli og grunnskóli sameinuðust í haust og enn væri verið að vinna í hlutunum. Fræðslunefnd hvetur undirbúningshópinn sem hefur unnið að samruna leik-og grunnskóla að hittast oftar og finna leiðir til að allir hlutaðeigendur vinni og líði sem best í starfi. Axel Sæland ritaði fundargerð
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?