Skólanefnd
19. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Föstudagur 8. júní, 2012
Reykholt
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir Skólastjóri (HH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og
Grafningshreppi (GT).
Grunnskóli (14:00 ? 15:00)
1. Sigmar Ólafsson, aðstoðarskólastjóri lætur af störfum. Við skólaslit þann 1. júní
sl. færði fræðslunefnd Sigmari blómavönd og þakkaði honum fyrir vel unnin störf
og óskaði honum farsældar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
2. Ráðning nýrra starfsmanna. Átta umsóknir bárust um auglýstar stöður í
grunnskólanum. Af þeim sem sóttu um voru þrír boðaðir í viðtal vegna
deildarstjórastöðu og eftir viðtölin voru tveimur boðið starf deildarstjóra annars
vegar á Laugarvatni og svo hins vegar í Reykholti. Verið er að vinna úr öðrum
umsóknum og stefnt er að því að ráða í allar stöður sem fyrst.
3. Nýr fulltrúi foreldra í fræðslunefnd. Elísabet Dröfn Erlingsdóttir, byrjar í haust.
4. Vegleg gjöf kvenfélags Laugdæla til að bæta aðstöðu skólabarna í skóginum.
Styrkur fer í að byggja upp útivistarsvæði fyrir skólann á Laugarvatni. Verkið
verður unnið í samstarfi við Skógrækt ríksins en hönnunarsamkeppni mun fara
fram í sumar.
5. Önnur mál.
a) Stýrihópur fyrir sameiningu grunn- og leikskólans á Laugarvatni. Hópurinn leggur
til að það verði sameiginlegt undirsbúingsherbergi fyrir öll stig. Svo leggur
hópurinn til að tveimur stórum kennslustofum verði breytt í þrjár stofur, þar væri
þá hægt að kenna 3.-10. svo væri 1.-2. bekkur á sama stað og hann hefur áður
verið.
b) Breyta þarf nafni skólans þar sem það er komin leikskóladeild við skólann. Hrund
leggur til að lagst verði yfir það í haust.
c) Hrund leggur til að búin verði til ný aðstaða fyrir ritara skólans þar sem hann verði
sýnilegri þegar gengið er inn í skólann og einfaldara að ná í hann. Núverandi
aðstaða hans er frekar einangruð og lokuð. Fræðslunefnd tekur undir þessa tillögu. d) Bryndís leggur til að næsta haust verði innra mat skólans sett í betra skipulag.
Hugsanlega verði áætlun til þriggja til fimm ára lögð fyrir og skipulega verði
unnið samkvæmt henni frá og með næsta skólaári.#
Leikskóli (15:00 ? 16:30)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT),
Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna(AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra
á Gullkistu (RS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA).
Frofölluð: Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG)
1. Leikskólareglur ? árleg endurskoðun. Ítreka þarf við sveitarstjórn hvort bjóða eigi
upp á náðarkorter fyrir þá foreldra sem eiga erfitt með að sækja börnin sín fyrir
áætlaða lokun á heilum tíma. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu þarf að skoða hvort
leikskólarnir taka upp áminningar og sekt ef foreldrar sækja börnin sín ítrekað of
seint í skólann. Alltaf er þetta yfirvinna á starfsfólkið og þar af leiðandi aukinn
kostnaður. Setja þarf inn reglur um það hve gamall einstaklingurinn þarf að vera
til að mega ná í barn á leikskólann, ákveðið var að miða við reglur umboðsmanns
barna við gerð þessara reglna. Hvenær á að loka leikskóla vegna veðurs?
Samkvæmt reglunum gildir það að hægt sé að loka leikskóla ef grunnskóli lokar.
Fræðslunefnd leggur til að þessu verði breytt og það sé undir leikskólastjórnanda
komið hvenær það á við. Hvað má auglýsa í leikskólum? Fræðslunefnd leggur
áherslu á að auglýsingar sem ekki fjalla um starfsemi leikskólas eigi ekki heima í
leikskólanum.
2. Vegleg gjöf kvenfélags Laugdæla til að bæta aðstöðu skólabarna í skóginum.
Styrkur fer í að byggja upp útivistarsvæði fyrir skólann á Laugarvatni. Verkið
verður unnið í samstarfi við Skógrækt ríksins en hönnunarsamkeppni mun fara
fram í sumar.
3. Vettvangsferð í Álfaborg. Júlí fór með fræðslunefnd um húsnæði leikskólans og
sýndi þeim einnig útisvæði leikskólans sem hefur tekið miklum breytingum eftir
að foreldrar lögðu fram vinnu við að breyta og bæta síðasta sumar.
4. Önnur mál
Öryggismál fyrir börn í ferðalögum. Ekki kemur til greina að barn fari upp í bíl
eða rútu á vegum sveitarfélagsins þar sem ekki er viðunnandi öryggisbúnaður,
samkvæmt reglum.