Skólanefnd
F R Æ Ð S L U N E F N D B L Á S K Ó G A B Y G G Ð A R
18. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
(Aukafundur)
Miðvikudagur 9. maí, 2012
Reykholt
Grunnskóli og Gullkista (16:00 ? 16:30)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Ragnhildur
Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS).
Forfölluð:Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir
leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA),
Sigmar Ólafsson aðstoðarskólameistari hefur sagt starfi sínu lausu og þurfti því að ráðast
í breytingar á því skipuriti sem búið var að vera í vinnslu fyrir Grunnskóla
Bláskógabyggðar og leikskólann Gullkistu þar sem sameining þessara stofnana liggur
fyrir.
1. Nýtt skipurit fyrir Grunnskóla Bláskógabyggðar sett fram til kynningar.
Deildarstjóri yrði ráðinn á Laugarvatni og hann væri þá í 75 ? 100 % stöðu og
eins í Reykholti en hann yrði ráðinn í 50% stöðu. Fræðslunefnd leggur áherslu á
að bæði skipuritið og stöðugildi deildarstjóranna verði endurskoðað að ári þegar
meiri reynsla og yfirsýn er komin á starfið.