Skólanefnd
F R Æ Ð S L U N E F N D B L Á S K Ó G A B Y G G Ð A R
17. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 2. maí, 2012
Reykholt
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT),
Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna (AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra
á Gullkistu (RS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA),
Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG).
Leikskóli (15:00 ? 16:00)
1. Innra mat og skipulag næstu ára: Áætlað er að skipta innra matinu upp á þriggja
ára áætlun. JT mun setja upp hugmynd að þeim þáttum sem verða teknir fyrir á
hverju ári frá 2012-2015. Þessi skipting mun gera matið einfaldara og skilvirkara
og hver þáttur fær meira vægi og ítarlegri skoðun. Einnig minnkar þetta álag á
leikskólastjóra. Niðurstöður ásamt umbótaáætlun verða kynntar í starfsskýrslu í
júní hvert ár. Starfsmannaviðtöl eru árleg.
2. Mat á skólastefnunni, viðmið um árangur: Mikilvægt er að skólastefnan fari inn á
kennarafundina og minnt sé reglulega á hana. Leik- og grunnskóli þurfa að
tileinka sér skólastefnuna og vinna markvist eftir henni. Áætlað er að
kennarafundir næsta skólaárs hefjist með um 15 mín umræðu um hvern kafla í
senn úr skólastefnunni. Ávinningur af þeim umræðum verður tekinn fyrir á
fræðslunefndarfundi um áramót og aftur að vori 2013.
3. Önnur mál.
? Skóladagatal Álfaborgar kynnt.
? Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra fyrir næsta skólaár.
? Vorhátíð Álfaborgar var 1. maí og tókst mjög vel.
Grunnskóli (16:00 ? 17:00)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og
Grafningshreppi (GT)
Forfölluð: Jenný Erla Jónsdóttir fulltrúi foreldra (JEJ)
1. Skóladagatal 2012-2013 kynnt fyrir fræðslunefnd: Hrund fór yfir þær breytingar
sem gerðar hafa verið frá fyrri árum. Fræðslunefnd gerði athugasemd við 24. apríl
2013 þar sem sá dagur var talinn tvöfaldur vegna árshátíðar. Slíkt samræmist ekki
lögum. Því var niðurstaðan að Grunnskóli Bláskógabyggðar myndi fækka
skóladögum úr 180 niður í 179 en skólinn hefur heimild til þess.
2. Breytingar á stundatöflu í Reykholti: Það kom ósk frá Kerhólsskóla um breytingar
á stundatöflu til að akstur myndi passa betur við þeirra skóla. Hrund kom með
tillögu um að dagurinn myndi byrja 10 mínútum fyrr, það er kl 8.40 og þar af
leiðandi geta allir krakkarnir verið lögð af stað heim fyrir kl 15.00. Þessari tillögu
hefur allstaðar verið tekið mjög vel og fræðslunefndin fagnar því að góð sátt sé
milli allra aðila.
3. Breytingar á starfsmannahaldi næsta skólaár: Búið er að auglýsa eftir kennara í
yngri barna kennslu, íslensku kennslu á unglingastigi, smíði og tónmennt. Nokkur
áhugi hefur verið sýndur en ekkert fast ennþá.
4. Mat á skólastefnunni, viðmið um árangur: Hrund nefnir að næsta haust sé ætlunin
að vinna að skólastefnu grunnskólans. Í þeirri vinnu felist ítrarlegri skilgreining á
þeirri stefnu sem sveitarfélagið hafi sett sér í skólamálum og mun það nýtast til
meta ávinninginn af skólastefnu sveitarfélagins. Einn starfsdagur kennara er
áætlaður til að vinna upp úr skólastefnunni um það hvernig eigi að framfylgja og
vinna eftir skólastefnunni.
5. Önnur mál
? Jenný getur ekki gefið kost á sér lengur sem fulltrúi foreldra og þarf því að
finna nýjan fulltrúa.
? Fræðslunefnd bendir á að skólaráð hafi ekki verið starfandi lengi og vill að
það fari að taka til starfa.