Skólanefnd

16. fundur 13. apríl 2012 kl. 08:56 - 08:56
16. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar Þriðjudaginn 28. febrúar, 2012 á Laugarvatni Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir Skólastjóri (HH), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Hallbera Gunnarsdóttir fulltrúi kennara (HG), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes og grafningshreppi (GT) Forfölluð: Jenný Erla Jónsdóttir fulltrúi foreldra (JEJ) Grunnskóli (15:00 ? 16:15) 1.  Námssráðgjafi og tónlistarkennari. Frekari rökstuðningur fyrir tillögu fræðslunefndar um ráðningu námsráðgjafa og tónlistarkennara hugsanlega í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Námsráðgjafi Það hvílir sú lagalega skylda á sveitarstjórn að bjóða upp á að námsráðgjafi starfi við hvern skóla en í aðalnámskrá grunnskóla má lesa eftirfarandi: 7.11 Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi. Á fundi fræðslunefndar 25. janúar sl. kom það fram að áætlað starfshlutfall fyrir námsráðgjafa í Bláskógabyggð væri 25% og því kom upp sú hugmynd að Bláskógabyggð færi í samstarf við nágrannasveitarfélög sem einnig þyrftu á námsráðgjafa að halda. Þannig væri mögulega hægt að bjóða 80-100% starf þó viðkomandi yrði að vinna á mismunandi stöðum dag frá degi. Tónlistarkennari Sigmar fór yfir hvað felst í ráðningu tónlistarkennara við skólann. Sveitarfélagið er aðili að tónlistarskóla Árnessýslu og verið að tala um að nýta þann starfskraft betur eða að fullu leiti. Til þess að tónlistarkennari nýtist sem best þarf hann að vera á staðnum, svo hægt sé að nota einstaklinginn í meira en tónlistarkennslu svo sem kór, tónmennt og aðrar uppá komur. Setja upp tónlistar deild þar sem tónmennt er kennd öllum og svo geta þeir sinnt tónlistarkennslu með því. Spurning hvort tónlistarskóli Árnesinga geti borgað þann hluta sem kennarinn er við tónlistarkennslu. Í dag getur grunnskóli Bláskógabyggðar boðið upp á 15 ? 16 tíma í tónmennt sem er um 60 % staða. Guðný: Tónlistarskólinn er ekki að nýtast nógu vel í uppsveitum Árnessýslu, spurning hvort uppsveitirnar ráði nokkra kennara sem geta séð um uppsveitirnar bæði sem tónmenntakennarar og tónlistarkennarar. 2.  Prófdagar samræmdra könnunarprófa haustið 2012. Prófdagar eru áætlaðir 17. ? 21. september. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún sendi Námsmatsstofnun ábendingu um að þessar dagsetningar séu óhentugar fyrir nemendur í Bláskógabyggð. Á þessum tíma eru göngur og réttir og því margir nemendur uppteknir og ekki tilbúnir til að taka samræmd próf. Fræðslunefnd vill benda á að betra væri að hafa þessi próf að vori og láta þá 9. bekk taka þau en ekki 10. bekk. Þá kæmu niðurstöður væntanlega að hausti og hægt væri að nýta allan 10. bekk til undirbúa nemendur fyrir nám að loknum grunnskóla. 3.  Drög að skóladagatali næsta árs til kynningar. 4.  Samruni Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólans Gullkistu. Starfsfólk grunnskóla Bláskógabyggðar sem starfar á Laugarvatni og starfsfólk Gullkistu hafa nýlokið við heimsókn í Krikaskóla og Dalskóla (2.3.2012) Vor þeir að kynna sér starfsemi skóla sem reka sameiginlega leik- og grunnskóla. Heimsóknin heppnaðist vel en hins vegar er starfsfólk farið að lengja eftir svörum um skipulag sameiningarinnnar. Nokkrir foreldrar tóku að sér kennslu í grunnskólanum til þess að gera þessa heimsókn starfsmanna að veruleika og hafa þeir bestu þakkir fyrir. Þetta voru Guðbjörg Jónsdóttir, Gunnhildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn Á. Arngrímsson. 5.  Önnur mál. a)  Skólastefna Bláskógabyggðar fór í dreifingu í gær og berst inn á öll heimili í Bláskógabyggð í vikunni. Einnig var hún send til nemenda GB sem búa í Grímsnes- og Grafningshreppi, nágrannasveitarfélaga, Skólaskrifstofu Suðurlands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis. BB þakkar fulltrúum í fræðslunefnd fyrir þá vinnu sem þeir lögðu í gerð skólastefnunnar. Leikskóli (16:15 ? 17:30) Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna(AM), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG). 1.  Ársskipulag á málum sem þarf að afgreiða fyrir fræðlunefnd hjá leikskólanum Álfaborg. Júlíana kom fram með eftirfarandi tillögu: September (ársskipulag) maí (endurskoðun reglna), júní (starfsskýrsla). Fleiri þættir munu bætast við með tímanum og hugmyndin er að gera áætlun varðandi innra mat. Þannig skipta megi niður matsþáttum á þriggja ára tímabil. Leikskólinn Álfaborg er byrjaður að gera drög að skipulagi næsta skólaárs. Júlíana er búin að vera í sambandi við Hrund til að samræma lokun skólanna. Stefnt er að því að allir skólarnir verði með skipulagsdag 2. janúar. Sólveig bendir á að Gullkistan viti ekki alveg hvar hún stendur þ.e. með ársskipulag fyrir næsta skólaár þar sem sameining er á næsta leiti. 2.  Samruni grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólans Gullkistu. Sólveig sagði að heimsókn í Krikaskóla og Dalskóla hefði tekist mjög vel og kynningin verið fín sem hópurinn fékk. Eftir heimsóknirnar fóru starfsmenn saman út að borða og þar sköpuðust góðar umræður um verkefnið. Mikil vinna er framuundan í sameiningarferlinu og gæta þarf hagsmuna allra aðila. Þörf er á verkefnisstjóra til að stjórna ferlinu, ef vel á til að takast. Fá fólk til að vinna saman til að fá sömu sýn á hlutina og stefna í sömu átt. Sólveig benti á áhugaverða ráðstefnu sem haldin verður af miðstöð skólaþróunar við HA, 28. apríl. Þar væru mörg erindi sem myndu gagnast starfsmönnum til að fá hugmyndir og fræðslu m.a. um sameiningu skólastiga. Hægt er að fá styrk fyrir öllu í gegnum vísindasjóð FL fyrir þá sem borga í hann. 3.  Önnur mál. a)  Fræðslunefnd hvetur sveitarfélagið til að óska eftir sakavottorði við ráðningu nýrra starfsmanna í leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar. Slíkt er orðið algengt á almennum vinnumarkaði og er ekki síður mikilvægt í skólum þar sem viðkomandi starfsfólk kemur að uppeldi og þroska barna. b)  Júlí spyr um sektarákvæði gagnvart því þegar börn eru sótt ítrekað of seint. Hvort þetta sé til og hvort megi beita þessu? Fræðslunefnd telur eðlilegt að setja einhverjar reglur varðandi slíkt og mun það verða tekið fyrir þegar reglur fyrir leikskóla Bláskógabyggðar verða teknar fyrir í maí. c)  Næsti fundur fræðslunefndar er áætlaður 18. apríl. d)  Skólastefnan komin í dreifingu og öllum þakkað fyrir framlag sitt við gerð hennar. Leikskólastjórar fagna útgáfu hennar.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?