Skólanefnd
15. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudaginn 25. janúar, 2012
á Laugarvatni
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Ragnhildur
Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ),
Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Guðný Tómasdóttir
áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Leikskóli (15:00 ? 16:00)
Frestað vegna manneklu á Álfaborg
Grunnskóli (16:00 ? 17:00)
Sólveig og Ragnhildur sátu fundinn þar sem ræða átti fyrirhugaða
sameiningu Leikskólans Gullkistu og Grunnskóla Bláskógabyggðar
1. Sameining Grunnskóla Bláskógabyggðar og Leikskólans Gullkistu. Bryndís sagði frá
því að hún ásamt Valtý, Drífu og Margeiri hafi verið skipuð í hóp til að finna leiðir til
að hagræða betur í skólastarfi. Þau skiluðu af sér greinargerð í byrjun desember þar
sem lagt var til að sameina leikskólann Gullkistu og Grunnskóla Bláskógabyggðar frá
og með næsta skólaári og var það samþykkt af sveitarstjórn. Nýr vinnuhópur var svo
skipaður til að vinna að sameiningu skólastiganna, í honum eru: Hrund skólastjóri,
Bryndís, Sigmar, Sólveig, Drífa oddviti og Valtýr sveitarstjóri. Fyrsta verkefni þessa
hóps er að fara í heimsókn í Krikaskóla sem er leik- og grunnskóli. Guðný lagði til að
Dalskóli yrði líka heimsóttur eins og Grímsnes- og Grafningshreppur gerði áður en
sameining leik- og grunnskóla átti sér stað á Borg. Sigmar lagði mikla áherslu á að
þetta yrði vel undirbúið og kynnt fyrir öllum sem að málinu koma og hafi hagsmuni
að gæta. Í greinargerð vinnuhópsins kom einnig fram að mikilvægt væri að vinna að
frekari samþættingu og samvinnu kennara einkum á unglingastigi.
2. Frágangur skólastefnu Bláskógabyggðar og dreifing.
Skólastefnan fór fyrir sveitarstjórn 29. desember, hún var samþykkt samhljóða og
tekur strax gildi. Bryndís er að vinna að uppsetningu og prentun og svo verður henni
dreift inn á öll heimili í Bláskógabyggð.
3. Skólaskýrslan 2011. Umræða um nýútkomna skólaskýrsla Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál
og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og
er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.
Nánar: http://www.samband.is/media/skolamal/skyrsla_skolamal_2011.pdf
4. Niðurstöður skólaþings sveitarfélaganna, samantekt frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. Meginmálið er innleiðing nýrrar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og
framhaldsskóla.
5. Önnur mál:
? Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún skoði ráðningu námsráðgjafa
og tónlistarkennara í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.