Skólanefnd
14. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þriðjudagur 22. nóvember 2011
Grunnskólinn, Reykholti
Grunnskóli (15:10 ? 16:15)
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Smári Stefánsson ritari (SS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ) Jenný Erla Jónsdóttir fulltrúi foreldra(JE).
Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltúri frá Grímsnes- og Grafningshreppi (GT).
1. Jenný Erla Jónsdóttir boðin velkomin í nefndina en hún, tekur sæti Heiðu Bjargar
Hreinsdóttur sem fulltrúi foreldra þar sem Heiða óskaði eftir að segja sig úr henni.
Jenný var gerð grein fyrir trúnaðarskyldu nefndarmanna.
2. Afgreiðsla skólastefnunnar
Skólastefnan yfirfarin og smávægilegar lagfæringar gerðar á henni.
3. Kynning og innleiðing á nýrri aðalnámskrá
BB sagði frá skólaþingi sem hluti nefndarmanna sat. Ljóst er að þar sem ný
aðalnámskrá er töluvert frábrugðin fyrri námskrám og því verði tímafrekt verður
að innleiða hana í skóla landsins. BB kynnti nýjan mælikvarða til námsmats sem
samræma á fyrir grunnskóla landsins.
4. Skólanámskrá grunnskólans
HH sagði frá þeirri vinnu sem farið hafði fram og að töluverð vinna væri enn eftir
við samræmingu milli starfsstöðva.
5. Önnur mál
Engin
Leikskólar (16:15 ? 17:10)
Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Smári Stefánsson ritari (SS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformaður (VS), Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna
(AHM), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Henríetta Ósk Gunnarsdóttir
fulltrúi foreldra í Álfaborg (HÓG)
Forfallaðir: Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA),
Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS).
1. Afgreiðsla skólastefnunnar
Skólastefnan yfirfarin og smávægilegar lagfæringar gerðar á henni.
2. Kynning og innleiðing nýrrar aðalnámskrár
JT sagði frá því að fjórir leikskólastjórará suðurlandi, þar með talið báðir úr
Bláskógabyggð, hafa ákveðið að hefja samstarf í formi handleiðslu þar sem unnið
verður með hin ýmsu leikskólamálefni m.a. innleiðingu aðalnámskrár leikskóla.
JT sagði frá skólaþingi sem hluti nefndarmanna sat. Þar kom fram að við
innleiðingu nýrrar námskrár verði að hugsa hlutina á nýjan hátt og skipuleggja
starfið upp á nýtt. JT fagnar þeim nýju áherslum sem birtast í nýrri námskrá.
3. Verkefni framundan
BB minnti á skjal sem leikskólastjórum var sent fyrr í haust þar sem fram kemur
hlutverk skólanefnda. Þeim er ætlað að yfirfara og staðfesta ársskýrslu síðasta
skólaárs, símenntunaráætlun, skólanámskrá, starfsáætlun komandi skólaárs og
innra mat ásamt áætlun um umbætur. Ákveðið var að festa málefnin á
fundardagskrá fram í tímann.
4. Önnur mál
AHM og JT sögðu frá samstarfi sínu við grunnskólann þegar kemur að m.a. lestri
og stærðfræði. Samstarfið gengur vel og hefur komið upp sú hugmynd að sækja
um styrk til þróunnar verkefnisins.