- fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þriðjudagur 7. júní 2010
Grunnskólinn Laugarvatni
16.00-18.00
Vinnufundur fyrir skólastefnu
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Ragnhildur
Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri
Álfaborgar (AM).
Forfallaðir: Heiða Björg Hreinsdóttir fulltrúi foreldra (HB), Kristín Ingunn
Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg
(HÓG), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Guðný
Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og Grafningshreppi (GT).
- Skólastefnan: Áframhald á þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. SÓ var búinn
að koma fyrri vinnu í samfelldan texta og farið var yfir það og fyrstu drög
gerð klár til að kynna fyrir sveitarstjórn.
- Meðfylgjandi bréf til fræðslunefndar frá AM og SJ þar sem sótt er um
stuðning inn á eldri deild næsta haust þar sem deildin er full og nokkur börn
þurfa á töluverðum stuðning að halda. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur AM
og SJ varðandi þá einstaklinga sem þurfa á stuðning að halda og leggur til að
sveitarstjórn komi á móts við óskir þeirra. AM tekur fram að um tímabundna
ráðningu væri að ræða og sé hugsuð fyrir næsta skóla ár.
Axel Sæland ritaði fundargerð