Skólanefnd
10. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðargft
miðvikudaginn 18.maí 2010
Aratunga
16.00-18.00
Vinnufundur fyrir skólastefnu
Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Dröfn Þorvaldsdóttir varamaður (DÞ), Henríetta Ósk
Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir
leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes og
grafningshreppi (GT), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS).
Forfallaðir: Heiða Björg fulltrúi foreldra (HB), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri
Álfaborgar (AM), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og
Gullkistunnar (KIH).
1. BB fagnar því hvað mikill áhugi sé til staðar hjá hópnum því mikilvægt sé að
sem flestir komi að gerð skólastefnu Bláskógabyggðar. SÓ og BB dreifa
skólaskólastefnum sem þau hafa frá öðrum sveitarfélögum og skólum til að
gefa innsýn í þá vinnu sem framundan er.
2. Nýta skólaráðið til að gefa álit á þeirri vinnu sem mun verða unnin.
3. Báðir staðirnir bjóða upp á það að gera samfellu milli skólastiga auðvelda
vegna nálægðar leik- og grunnskóla. Reykholts megin eru SJ og AM búnar að
vera að vinnu í þessu.
4. Skólastefnan verður að vera lýsandi fyrir samfélagið, skýr, hnitmiðuð og
auðlesanleg.
5. Grenndarsamfélagið og útikennsla kom skýrt fram á skólaþinginu.
6. Þeir flokkar sem kæmu til greina í skólastefnuna.
a) Nám og kennsla
b) Nemandinn
c) Kennarinn
d) Foreldrið
e) Lýðheilsa
f) Aðbúnaður
g) Grenndarsamfélagið.
7. Mikilvægt að skólastefnan sé nýtt þegar verið er að ráða starfsfólk til skólanna
þ.e. að viðkomandi samþykki og vinni samkvæmt skólastefnu sveitarfélagsins.
8. Fræðslunefndin skipti sér í þrjá hópa og skipti verkefnum á milli sín, í lokin
var farið yfir það sem komið var. Ákveðið að sameina allt í eitt skjal sem
verður sent á milli fundarmanna til að vinna áfram í.
9. Stefnt að því að vera komin með frumdrög 7.júní sem verður kynnt
sveitarstjórn.