Skólanefnd
9. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
miðvikudaginn 27. apríl, 2011
á Laugarvatni
Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Agnes
Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi
starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH), Dröfn Þorvaldsdóttir varamaður (DÞ),
Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg
Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA).
Forföll: Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS).
Leikskóli (15:00 ? 16:00)
1. Skólaþing 2011 ? niðurstöður, BB var með myndasýningu frá skólaþinginu og fór
svo yfir þær niðurstöður sem Sigurjón Þórðarson skilaði af sér.
2. Skólastefna sveitarfélaga. BB segir frá fyrirlestri sem hún fór á hjá Sambandi
Íslenskra sveitarfélaga þar sem Björk Ólafsdóttur fór yfir það hvernig sé
skynsamlegt að vinna að skólastefnu. Í framhaldinu voru nokkrar umræður um
hvernig æskilegt væri að haga áframhaldandi vinnunni við gerð skólastefnu í
Bláskógabyggð en mikilvægt er að vinna úr gögnum sem fengust með
skólaþinginu sem fyrst.
3. Önnur mál:
a) SBA segir frá því að núna sé verið að fara í að meta starf leikskólanna og
það eigi að byrja á að gera foreldramatið og svo verði farið í innramatið í
framhaldi af því.
b) AM segir frá því að hún hafi látið fjarlægja leiktæki af lóðinni þar sem þau
hafi verið orðin hættuleg og hún viti ekki hvenær eitthvað meira verði gert
þar.
c) SBA minnir enn og aftur á að ekkert hafi verið gert í sandkassamálum
Gullkistunnar.
d) AM segir frá þvi að hún og Sigurlaug Jónsdóttir séu í miklu samstarfi með
það að fylgja börnunum betur á milli leikskóla og grunnskóla þannig að
börnin fá að njóta sín betur þegar þau koma í grunnskólann og upplyfi
hann eins jákvætt og hægt er. Þetta auðveldar mjög starfið og vinnuna hjá
Sigurlaugu og hjálpar henni með að gera námið eins einstaklingsmiðað og hægt er. Með þessu þá veit Sigurlaug nákvæmlega hvar börnin standa og
þurfa börnin því ekki að byrja á byrjun ef þau eru komin lengra t.d. í lestri
og skrift.
Grunnskóli (16:00 ? 17:00)
Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Dröfn
Þorvaldsdóttir varamaður (DÞ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og
Grafningshreppi (GT),Heiða Björg fulltrúi foreldra grunnskóla (HB), Arndís Jónsdóttir
skólastjóri (AJ), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ).
1. Nýr áheyrnarfulltrúi, Guðný Tómasdóttir boðin velkomin sem áheyrnarfulltrúi frá
Grímsnes- og Grafningshreppi.
2. Nýr skólastjóri grunnskóla Bláskógabyggðar Hrund Harðardóttir mun taka við
starfi Arndísar Jónsdóttur þann 1. ágúst 2011.
3. Skólaþing 2011 ? niðurstöður, BB var með myndasýningu frá skólaþinginu og fór
svo yfir þær niðurstöður sem Sigurjón Þórðarson skilaði af sér.
4. Skólastefna sveitarfélaga, BB segir frá fyrirlestri sem hún fór á hjá Sambandi
Íslenskra sveitarfélaga þar sem Björk Ólafsdóttur fór yfir það hvernig sé
skynsamlegt að vinna að skólastefnu. Í framhaldinu voru nokkrar umræður um
hvernig æskilegt væri að haga áframhaldandi vinnunni við gerð skólastefnu í
Bláskógabyggð en mikilvægt er að vinna úr gögnum sem fengust með
skólaþinginu sem fyrst. AJ bendir á að sá hópur sem mun sjá um að búa til
skólastefnuna megi ekki vera of stór en um leið úr eins breiðum hóp og hægt er.
5. Önnur mál
a) SJ segir frá því að hún og Freydís séu byrjaðar á því að búa til
lestrarstefnu fyrir grunnskólann.
b) DÞ spyr um samstarf milli Laugarvatns og Reykholts og hvernig það
gangi. AJ svarar því að samstarfið hafi ekki gengið nógu vel frá því að
skólarnir voru sameinaðir þó svo ýmislegt hafi verið reynt en eftir
skólaþingið sé tækifæri til að gera betur. HB myndi vilja sjá kennarana
nýtta betur þ.e. að þeir kenni á báðum stöðum.
c) HB myndi vilja sjá starfslýsingar fyrir skólabílstjóra, þar sem þarf að
skerpa á þeirra hlutverki. Hvernig eigi að taka á einelti í skólabíl og
símanotkun þeirra.
d) AJ bendir á að það séu nokkrar niðurstöður sem komu úr skólaþinginu
sem bent sé að þurfi að gera strax t.d. leik- og grunnskóaskólalóðin,
félagslífið hjá krökkunum, heimanámið hjá krökkunum og samstarf
skólanna.
e) Fræðslunefnd ítrekar það að það þurfi að fara í úrbætur á skólalóðunum.
Það kom skýrt fram á skólaþinginu að íbúar sveitarfélagsins séu verulega
óánægðir með lóðirnar í Reykholti og grunnskólalóðina á Laugarvatni.
f) GT fagnar því að aðili úr Grímsnes- og Grafningshreppi sé orðinn
áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd Bláskógabyggðar. GT vill koma því á framfæri að foreldrar barna sem hefja skólagöngu frá GG langi til að fá
betri og meiri kynningu á skólastarfinu í líkingu við þá góðu kynningu
sem börnin hafa fengið. AJ útskýrir hvernig inntaka nemenda úr GG fari
fram og foreldrar séu velkomnir að taka þátt og mæta þá með börnum
sínum.
Axel Sæland ritaði