Skólanefnd
8. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
miðvikudaginn 23. mars, 2011
í Reykholti
Tileinkaður skólaþingi Bláskógabyggðar
Grunnskóli og leikskóli (15:00 ? 17:00)
Með á þessum fundi verða aðilar sveitarstjórnar sem hafa tekið þátt í undirbúningi
skólaþingsins, þau Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson. Einnig kemur Sigurjón sem
er faglegur ráðgjafi frá Capacent en hann mun stýra þinginu.
Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Arndís Jónsdóttir skólastjóri (AJ), Sigmar Ólafsson
aðstoðarskólastjóri (SÓ), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM), Kristín
Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH), Drífa
Kristjánsdóttir oddviti (DK), Valtýr Valtýsson sveitarstjóri (VV), Sigurjón Þórðarson
ráðgjafi Capacent Gallup (SÞ), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Dröfn
Þorvaldsdóttir varamaður (DÞ).
Forföll: Heiða Björg Hreinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla (HB), Henríetta Ósk
Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir
leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu
(RS).
1. Skólaþing: SÞ segir frá sínum hugmyndum um framkvæmd skólaþingsins og
undirbúningshópurinn kom með þær hugmyndir sem höfðu verið ræddar áður.
2. Grunnskóli: Allur grunnskólinn fái að taka þátt, en 1.-4. bekkur verða ekki allan
tímann. Þingfulltrúum verður skipt á 14 borð og 14 unglingar verða fengnir til að
stýra borðumræðum. Fá eldri nemendur til að passa upp á yngri bekkjarnemendur.
Hvert borð fær 2-3 spurningar sem þarf að svara, skólinn sér um að skipta niður á
borð, leikskólinn setur á arkir þær skoðanir sem hafa komið frá
leikskólabörnunum.
3. Seinna skólaþing: Hvað getum við gert betur í skólamálum? Fá 8-9 lóðsa og hafa
standandi kaffi. Hringja í alla sem eiga börn í skólunum og hvetja til að mæta.
4. SÞ mun svo taka þær hugmyndir sem koma út úr skólaþinginu og flokka og skila
þeim til fræðslunefndar. Hann mun skila frá sér í 3 flokkum þ.e. stefnur, skipulag
og fólk. 5. Önnur mál. Engin
6. Skoðunarferð um Aratungu.