Skólanefnd

5. fundur 04. febrúar 2011 kl. 08:50 - 08:50
5. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar miðvikudaginn 24.nóv 2010 grunnskólinn Laugarvatni Grunnskólahluti 15.00-16.00 Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Heiða Björg fulltrúi foreldra (HB), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ). 1.  Nýr meðlimur í fræðslunefnd:  Valgerður Sævarsdóttir 2.  Breytingar hjá stjórnendum grunnskólans: Arndís er frá vinnu vegna fjölskylduaðstæðna og Sigmar búinn að gera breytingar hjá sér til að mæta aukinni skildu. Lára Hreinsdóttir hefur tekið á sig meiri stjórnun á Laugarvatni. Fyrirhugaðar eru breytingar á kennslu 10.bekkjar eftir áramót 3.  Skólastefna Bláskógabyggðar: Ekkert hefur borist frá sveitarstjórn varðandi skólastefnuna þar sem ekki hefur verið haldinn sveitarstjórnarfundur síðan síðasti fræðslunefndarfundur var. Hugmyndir eru um að fá skólaráð inn í mótun skólastefnu sveitarfélagssins. BB ætlar að leita til skólaskrifstofunnar til að fá hjálpa við fyrstu skrefin í gerð skólastefnu. SVÓT-greining frá 2006 og drög að nýrri aðalnámskrá grunnskóla voru tekin fram og rædd í sambandi við gerð skólastefnu. 4.  Önnur mál: Engin Leikskólahluti 16.00-17.00 Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður Sævarsdóttir varaformarður (VS), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM), Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH). Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS). 1.  Nýr meðlimur í fræðslunefnd:  Valgerður Sævarsdóttir 2.  Skólastefna Bláskógabyggðar: Ekkert hefur borist frá sveitarstjórn varðandi skólastefnuna þar sem ekki hefur verið haldinn sveitarstjórnarfundur síðan síðasti fræðslunefndarfundur var. Hugmyndir eru um að fá skólaráð inn í mótun skólastefnu sveitarfélagssins. BB ætlar að leita til skólaskrifstofunnar til að fá hjálpa við fyrstu skrefin í gerð skólastefnu. 3.  Afsláttur af leikskólagjöldum: Fræðslunefnd hefur gert athugun á því hvort sveitarfélög bregðist á einhvern hátt við þegar grunur er á að foreldrar misnoti afslátt á leikskólagjöldum (s.b.r. liður 3.b. í síðustu fundargerð). Niðurstaðan er að það sé mjög erfitt að bregðast við því en það þurfi hins vegar að kynna vel fyrir foreldrum hver réttur þeirra sé skv. reglum leikskólans og reyna að höfða til heiðarleika þeirra þegar þeir sækja um afslátt á leikskólagjöldum. Fræðslunefnd ætlar að athuga hvort önnur sveitarfélög geri þá kröfu á foreldra sem fá afslátt á leikskólagjöldum, vegna náms, þurfi að skila inn vottorði þess efnis að þau hafi lokið tilteknum einingafjölda eftir hverja önn. Fræðslunefnd hvetur foreldra til að virða það afsláttarkerfi sem er í boði í sveitarfélaginu. 4.  Önnur mál: a)  Sandkassamál hjá Álfaborg: Agnes sagði fræðslunefnd hvernig málin standa og að verið sé að vinna í þeim. b)  Ennþá eru að koma upp tilvik þar sem börn eru að missa neglur  á Álfaborg og Agnes segir að verið sé að vinna málinu. c)  Enn er ekki búið að skipta um sand í sandkassanum í Gullkistunni. d)  Sólveig kynnti bréf sem hún hefur sent sveitarstjórn þar sem Málefli hafði óskað var eftir upplýsingum um hvernig staðið væri að þjónustu við börn með tal- og málþroskaröskun í sveitarfélaginu. Axel Sæland ritaði fundargerð
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?