Skólanefnd

4. fundur 10. desember 2010 kl. 08:50 - 08:50
4. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar miðvikudaginn 3.nóv 2010 kl 16:00 grunnskólinn Laugarvatni Mætt: Sigurbjörn Árni Arngrímsson, formaður (SÁA), Axel Sæland ritari (AS), Bryndís Böðvarsdóttir varaformarður (BB), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM), Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH). Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS). Sameiginlegur fundur leikskólahluta og grunnskólahluta 1.  Erindi barst frá Byggðaráði Bláskógabyggðar þar sem fræðslunefnd og skólastjórar voru beðnir um að svara bréfi frá Málefli um hvernig staðið væri að þjónustu við börn og unglinga með tal- og málþroskaröskun í sveitarfélaginu. Sigurlaug talkennari sér um greiningu og þjálfun barna í Álfaborg og Grunnskóla Bláskógabyggðar. Hún svaraði einnig bréfinu fyrir hönd grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólans Álfaborg og sendi Arndísi skólastjóra. Arndís kemur svo bréfinu til sveitarstjórnar. Hólmfríður Árnadóttir sér um greiningu og ráðgjöf á leikskólanum Gullkistu á Laugarvatni og starfsfólk sér um þjálfun. Leikskólinn Gullkista hefur ekki svarað bréfinu formlega en mun gera svo á næstu dögum. Fræðslunefnd hefur engu við þessi bréf að bæta. 2.  Skólastefnan: Fræðslunefnd leggur miklaáherslu á að lagt verði af stað í gerð skólastefnu og að fjárhagslegur stuðningur frá sveitarfélaginu sé til staðar. Fræðslunefnd er tilbúin í að hefja þessu vinnu þ.e. að finna verkefnisstjóra og fólk til að vinna að skólastefnu fyrir sveitarfélagið um leið og sveitarfélagið er tilbúið til að hefja vinnuna. 3.  Önnur mál: a)  Leikskólamál: Gullkista getur núna farið að taka inn 12 mánaða börn en ákveðið að bíða með að koma náðarkorterunum á þar sem verið er að bíða eftir nánari svörum frá sveitarstjórn um gjaldtöku vegna þeirra. b)  Fræðslunefnd mun athuga hvernig önnur sveitarfélög bregðist við því þegar foreldrar  skrá sig ekki á réttan hátt hjá sveitarfélaginu (t.d. sambúðarfólk ekki skráð í sambúð) og fá þannig óréttmætan afslátt af leikskólagjöldum. c)  Svar fræðslunefndar við bréfi Dagnýar Rutar: SÁA tekur að sér að svara bréfinu. Þar mun koma fram að  2-3 ár eru síðan að skipt var um sand í sandkassanum í leikskólanum í  Álfaborg og búið að lofa nýjum sandi þar. Að auki verður hún látin vita að bréf hennar verður áframsent sveitarstjórn Fræðslunefnd mun áframsenda bréf hennar til sveitarstjórnar. Auk þess vill fræðslunefnd benda sveitarstjórn á að það þurfi að laga aðstöðumál á leiksvæði leikskólans Álfaborgar og minnir á að árið 2008 barst bréf (Bréf frá Helga Kjartanssyni öryggistrúnaðarmanni Grunnskóla Bláskógabyggðar dags. 21. september 2008) um ástand leiktækja Grunnskólans í Bláskógabyggð í Reykholti.  Um það bréf var bókað á fundi Fræðslunefdar þann 21. september 2008 ? Í bréfinu fjallar Helgi um ástand leiktækja við Grunnskóla Bláskógabyggðar sem hann telur óviðunandi. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Helga vegna ástands leiktækjanna og hvetur til þess að úrbætur verði gerðar sem allra fyrst.  Samþykkt að væntanlegar lagfæringar á leiktækjum í Reykholti, sem nauðsynlegar eru strax, verði unnar í samráði við öryggistrúnaðarmann?. Fræðslunefnd leggur áherslu á að sambærilegar úrbætur (hafi þær verið gerðar) verði gerðar á leiktækjum leikskólans Álfaborgar. Hafi engar úrbætur verið gerðar á leiktækjum Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti leggur fræðslunefnd til að þær verði gerðar ásamt úrbótum á leiktækjum leikskólans Álfaborgar. d)  Fræðslunefndin vill að heilsufarsvandamálin sem eru í gangi á Álfaborg (t.d. börn að missa neglur) og orsakir þeirra verði tafarlaust rannsakaðar áður en eitthvað verra hlýst af. e)  Skýrslan: Heilsa og lífskjör skólanema á Suðursvæði 2006-2010, höfundur Þóroddur Bjarnason, gefin út af Forvarnarsetri Háskólans á Akureyri var kynnt og fræðslunefnd ætlar að verða sér úti eintak af henni f)  Sigurbjörn tilkynnir fræðslunefnd að hann muni hætta sem formaður fræðslunefndar og í fræðslunefnd. Fleira ekki bókað. Fundið slitið 17:40. AS ritaði fundargerð
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?