Skólanefnd

3. fundur 12. október 2010 kl. 08:49 - 08:49
3. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar miðvikudaginn 29. september 2010 í fundarsal Aratungu, Reykholti Leikskólahluti (15:00 ? 16:00) Mætt:  Sigurbjörn Árni  Arngrímsson, formaður (SÁA), Bryndís Á. Böðvarsdóttir varaformaður (BÁB), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH). Hallbera Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu í fjarveru Ragnhildar Sævarsdóttur og Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG). Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar hafði boðað forföll og í ljós kom að fundarboð til Axels Sæland höfðu ekki skilað sér með tölvupósti og því var hann fjarverandi. Sigurbjörn setti fundinn og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. 1)  Samþykktar leikskólareglur. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra og oddvita er ekki búið að gera ráð fyrir auknum fjárframlögum til leikskólanna svo hægt sé að uppfylla ný lög leikskólans um inntöku eins árs barna og náðarkorters. Fjárframlögin verða endurskoðuð í október og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til að auka fjárframlög til leikskólanna til að hægt verði að framfylgja nýjum lögum leikskólanna. Náðarkorter er tími utan venjulegs opnunartíma leikskólanna, þ.e.a.s. 07:45-08:00 og 17:00-17:15 og samkvæmt útreikningum sem Sólveig hafði unnið (sjá bréf til fræðslunefndar, dagsett, 29. Sept. 2010) má áætla launakostnað upp á 609 þús. á ári vegna þess. Þar sem leikskólinn Gullkista lokar kl. 16:00 má áætla að náðarkorterið þar sé tíminn 16:00-16:15 en til að auka samræmi í þessum tveimur leikskólum yrði gjaldið fyrir þar í samræmi við venjulega dagvinnu, ekki yfirvinnu eins og í Álfaborg. Tilefni þykir til að athuga áhuga foreldra á náðarkorteri og nokkrar umræður voru um hvort lágmarka þyrfti fjölda barna til þess að náðarkorterið yrði að veruleika. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að taka afstöðu til þess. Sólveig lagði einnig til í áðurnefndu bréfi að leikskólinn Gullkista byrji að taki á móti eins árs börnum núna á haustmánuðum. Áætla megi að tvö börn séu að koma inn fyrir áramót og það feli ekki í sér þörf á auknum mannaafla né annan kostnað. 2)  Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra um verðferð barna og ungmenna á öllum aldursstigum kynnt. Í bréfinu er bent á að í nýjum menntalögum frá 2008 er lögð áhersla á velferð, öryggi og jákvæðan skólabrag í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum og að allir nemendur fái notið skólavistar með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Kennarinn er kjölfestan í menntakerfi okkar. Þegar allt kemur til alls er kennarinn, líðan hans, áhugi og fagmennska ein forsenda fyrir góðu skólastarfi þar sem hver nemandi skiptir máli. (Sjá bréf til fræðslunefndar, dagsett, 3. september 2010 undirritað af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra). Fræðslunefnd tekur undir orð Katrínar um að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna á öllum aldursstigum og skapa jákvæðan skólabrag. 3)  Fræðslu- og skólastefna Bláskógabyggðar. Fræðslunefnd telur að við gerð fræðslu- og skólastefnu Bláskógabyggðar þurfi að virkja alla þá sem viðkoma leikskólastarfinu við gerð hennar, bæði starfsmenn leikskólans, foreldra og fulltrúa fræðslunefndar. Svo kölluð Svót-greining var gerð fyrir nokkrum árum en þar eru tekin saman Styrkleikar, Veikleikar, Ógnanir og Tækifæri skólans. Ákveðið að skoða þessa greiningu og kynna fyrir fræðslunefnd á næsta fundi og koma með hugmyndir að áframhaldandi vinnu við gerð fræðslu- og skólastefnu Bláskógabyggðar. Einnig þarf að athuga hvort einhver greiðsla fæst fyrir þessa vinnu frá sveitarfélaginu. 4)  Önnur mál Sólveig fer í fjögra vikna veikindaleyfi í október og mun Kristín Ingunn leysa hana af á meðan. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:00 Bryndís Á. Böðvarsdóttir ritaði fundargerð Grunnskólahluti (16:00 ? 17:00) Mætt:  Sigurbjörn Árni  Arngrímsson, formaður (SÁA), Bryndís Á. Böðvarsdóttir varaformarður (BÁB), Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri (SÓ), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ) og nýkjörinn fulltrúi foreldra Heiða Björg Hreinsdóttir (HBH). Arndís Jónsdóttir skólastjóri hafði boðað forföll og fundarboð til Axels höfðu misfarist og því var hann fjarverandi. Sigurbjörn setti fundinn og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. Dagskrá fundarins: 1)  Ávaxta- og grænmetismál á Laugarvatni. Grunnskóli Bláskógabyggðar í Reykholti bauð nemendum sínum og starfsfólki upp á ávexti og grænmeti í stað nestis til reynslu í einn mánuð í haust. Fjórir aðilar frá GB í Reykholti fóru á námskeið hjá Lýðheilsustöð áður en þetta hófst og síðan voru foreldrar spurðir álits á kynningarfundi sem haldinn var að mánuði liðnum. Þetta fyrirkomulag mæltist vel fyrir og ákveðið var að því yrði haldið áfram í Reykholti og nú hefur áhugi fyrir samskonar fyrirkomulagi vaknað á Laugarvatni. Sigurbjörn og Sigmar hafa verið að skoða möguleikana og Auður Waage sem starfar í eldhúsinu á Laugarvatni er tilbúin að auka stöðugildi sitt til að þetta verði framkvæmanlegt. Leita þarf samþykki sveitarstjórnar til þess. Sigmar og Sigurbjörn ætla að vinna áfram í þessu máli og m.a. athuga áhuga foreldra. Innheimta til foreldra/forráðamanna yrði með sama hætti og með mjólkurmiða. 2)  Bréf til fræðslunefndar frá skólastjórum grunnskóla Bláskógabyggðar. Sigmar skýrði nánar frá bréfi sínu til fræðslunefndar sem varðar ábendingar foreldis um aðbúnað í skólanum. Skólastjórnendur hafa ekki fjárheimildir til að fara í slíkar aðgerðir og þær falla ekki heldur undir málefni fræðslunefndar. Sigurbjörn mun vísa málinu áfram til sveitarstjórnar. 3)  Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra um verðferð barna og ungmenna á öllum aldursstigum kynnt fræðslunefnd. Í bréfinu er bent á að í nýjum menntalögum frá 2008 er lögð áhersla á velferð, öryggi og jákvæðan skólabrag í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum og að allir nemendur fái notið skólavistar með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Kennarinn er kjölfestan í menntakerfi okkar. Þegar allt kemur til alls er kennarinn, líðan hans, áhugi og fagmennska ein forsenda fyrir góðu skólastarfi þar sem hver nemandi skiptir máli. (Sjá bréf til fræðslunefndar, dagsett, 3. september 2010 undirritað af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra). Fræðslunefnd tekur undir orð Katrínar um að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna á öllum aldursstigum og skapa jákvæðan skólabrag. 4)  Fræðslu- og skólastefna Bláskógabyggðar - Skólaþing Umræða um fræðslu- og skólastefnu Bláskógabyggðar. Sigurbjörn sendi aðilum í fræðslunefnd handbók um skólastefnu sveitarfélaga 22. september og Sigmar kynnti fyrir okkur hugmyndir sínar að skólaþingi sem einnig höfðu verið sendar nefndarmönnum sama dag. Þar kemur hann fram með hugmyndir um hvernig megi vinna að skólastefnu sveitarfélagsins með skólaþingi þar sem starfsmenn, foreldrar, nemendur og aðrir sem viðkoma skólastarfinu vinna sameiginlega að gerð hennar. Hugsanlega mætti skipta þátttakendum á ákveðin svið, fá utanaðkomandi aðila til að halda stutta fyrirlestra t.d. frá skólaskrifstofu Suðurlands. Líklega þyrfti að skipa stýrihóp með starfsmönnum skólans í lykilstöðum. Mögulega myndi þetta kosta sveitarfélagið eitthvað og því þarf að bera það undir sveitarstjórn. Fræðslunefnd telur að kostnaður þurfi ekki að vera mikill, það þurfi að finna hentugan tíma fyrir alla aðila til að vinna að fræðslu- og skólastefnu Bláskógabyggðar. Hugsanleg tímasetning fyrir skólaþing væri janúar eða febrúar en markmiðið væri að verkinu yrði lokið fyrir lok skólaársins. 5)  Önnur mál Sigmar sagði frá vinnuhóp sem hann og Sigurlaug sitja meðal annarra í. Búið er að vinna að sjálfsmats- og eineltisáætlun skólans og verið er að vinna í skólareglum og skólanámskrá. Íslenska, stærðfræði og enska eru þær greinar sem eru tilbúnar. Námsmat skólans verður síðan tekið fyrir í framhaldinu en þar verður lögð áhersla á leiðsagnarmat og væntanlega fengnir utanaðkomandi aðilar til aðstoðar við innleiðingu þess. Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:00 Fundarritari BÁB
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?