Skólanefnd

1. fundur 03. september 2010 kl. 08:48 - 08:48
Fundargerð fyrsta fundar nýkjörinnar fræðslunefndar Bláskógabyggðar.  Haldinn á Laugarvatni, í húsnæði leikskólans Gullkistunnar mánudaginn 28. júní 2010 kl. 16:00. Mætt:  Sigurbjörn Árni  Arngrímsson, formaður, Axel Sæland, Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar, Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri í fjarveru Júlíönu, Henríetta Ósk Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri Gullkistunnar, Hekla Hrönn Pálsdóttir, fulltrúi foreldra Álfaborgar og Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra Gullkistu. Bryndís Böðvarsdóttir hafði boðað forföll.  Arndís Jónsdóttir og Sigmar Ólafsson skólastjórnendur gátu hvorugt mætt vegna sumarleyfa. Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, hafði boðað fund og ritaði fundargerð. Kosning ritara nefndarinnar. Ákveðið var að fresta því til næsta fundar fræðslunefndar, að kjósa ritara enda voru ekki allir nefndarmenn mættir á  fundinn. Erindisbréf fræðslunefndar Í ljós kom að erindisbréfið sem sent var nefndarmönnum er ekki rétt erindisbréf, það er eldra eða frá því að nefndin var 5 manna. Hlutverk nefndarinnar var skoðað og virðist meira skv. erindisbréfi en nefndarmönnum var kunnugt um og þetta þarf að skoða nánar. Rétt erindisbréf þarf að berast nefndinni.  Gott væri að fá það fyrir næsta fund nefndarinnar. Sigurbjörn Árni segir frá því að hann muni koma með bréf til undirritunar um þagnarskyldu nefndarmanna. Endurskoðun leikskólareglna Fundarmenn voru sammála um að mikilvægt væri að koma leikskólareglunum inná netið.  Aldursmörk í Gullskistunni voru rædd.  Tilraun var gerð að taka börn 12 mánaða inná leikskólann Gullkistuna fyrir einhverju síðan.  Tilraunin gekk mjög vel en það fékkst ekki fjárveiting til að auka við starfsfólk svo að það varð ekki framhald á verkefninu og yngri börn voru ekki tekin inná leikskólann. Sólveig ræddi hvernig nota megi handmenntastofuna meira undir leikskólann.  Ákveðið var að notkun rýmis t.d. með samnýtingu á handmenntastofu  með grunnskólanum verði skoðuð betur með Sigmari, aðstoðarskólastjóra og grunnskólakennurum. Aldursmörk leikskólabarna við inntöku. Tuttugu og þrjú börn eru skráð í Gullkistuna næsta haust.  Rætt var um að rými skólans og notkun þess á Laugarvatni mætti gjarnan skoða skoða betur, svo að möguleiki opnist á að taka börn inn 12 mánaða gömul.  Sigurbjörn ætlar að taka málið til umfjöllunar með skólastjórnendum og gera tillögur til fræðslunefndar í kjölfarið. Júliana gerir tillögu um breytingu á fyrstu setningu leikskólareglna að orðið alltaf verið tekið út og það var tekið til skoðunar. Heilmikil umræða varð um 15 mínútur fyrir og eftir vistunartíma barnanna.  Sigurbjörn spurði hvort leikskólastarfsmenn séu mótfallnar 15 mínútunum fyrir og eftir skipulagðan leikskólatíma.  Það kom fram að svo væri ekki, foreldrar ættu að geta sótt um 15 mínúturnar.  Sigurbjörn Árni tekur að sér að skrá niður starfstíma leikskólanna og kynna fræðslunefnd í haust. Skólastefna Bláskógabyggðar Fyrir rúmum þremur árum var hafin vinna í að gera vinna skólastefnu Bláskógabyggðar.  Ákveðið var að skoða vinnuna sem þá fór fram og eins skólastefnur annarra sveitarfélaga og mun Sigurbjörn Árni kanna málin og koma með tillögu á næsta fundu um hvernig vinna skuli skólastefnu fyrir Bláskógabyggð. Fundartímar fræðslunefndar. Ákveðið var að næsti fundur verði fyrir miðjan ágúst.  Þá verði ákveðinn fastur dagur mánaðarlega.  Fundirnir verði almennt ekki lengri en tveggja tíma fundir.  Tíminn frá 15:00 ? 17:00 virðist mjög hentugur.  Áréttað var að mikilvægt sé að fundargerðirnar fari eins fljótt og verða má á heimasíðu Bláskógabyggðar. Önnur mál: Júlíana spyr hvor það þurfi að taka fram lengri tímaramma (liður 4 í leikskólareglunum) en reglurnar segja til um að gera breytingar á vistunartíma. Tillaga kom um að breyta reglunum þannig að ósk um breytingar verði einungis hægt að gera tvisvar á skólaárinu nema að sérstakar aðstæður komi upp hjá foreldrum. Mat á skólastarfi: a)  Fræðslunefnd óskar eftir að skýrslur skólanna, sjálfsmat og ársskýrslur verði lagðar fyrir fræðslunefnd til umsagnar og afgreiðslu. b) Foreldraráð á að starfa við leikskólana og er mikilvægt að það skili skýrslum sínum til fræðslunefndar jafnhliða skýrslu foreldraráðs, árlega að vori. c) Sólveig minnir á að það þurfi að auglýsa öll störf sem losna i leikskólunum og bendir á að gott sé og mikilvægt að setja auglýsingar um laus störf inná heimasíðu sveitarfélagsins. Bent er á að það vantar að setja leikskólareglurnar á netið. Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:30. Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?