Skólanefnd

11. fundur 09. nóvember 2009 kl. 08:46 - 08:46
  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
mánudaginn 23. mars 2009 í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni.   Grunnskóli   Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður, Axel Sæland varaformaður, Sigurbjörn Árni Arngrímsson ritari, Arndís Jónsdóttir skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar (GB), Hörður Guðmundsson fulltrúi foreldra og Lára Hreinsdóttir fulltrúi kennara. SÁA ritaði fundargerð.   MI setti fund kl 15:35.   Dagskrá fundarins:  
  1. Starfið undanfarið og framundan
  • GB tók þátt í stóru upplestrarkeppninni á svæði Uppsveita og Flóa og Katrín Rut Sigurgeirsdóttir úr GB náði fyrsta sæti.
  • 17. mars tóku tveir 10. bekkingar og tveir 9. bekkingar þátt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurlandi á Selfossi og tveir nemendanna  komust í úrslit (einn úr hvorum bekk).  Sætin verða kynnt við afhendingu verðlaunanna.
  • Katrín Rut Sigurgeirsdóttir úr GB vann myndmenntarsamkeppni á vegum Lionshreyfingarinnar á Íslandi. Keppnin náði til alls Íslands.
  • AJ og Sigmar Ólafsson aðstoðarskólastjóri hafa tekið starfsmannaviðtöl og verður þeim ekki lokið fyrr en 1. apríl. Eftir 3. apríl verður auglýst eftir nýju fólki ef á þarf að halda.
  • Umsókn réttindakennara hefur borist til GB en henni verður ekki hægt að svara fyrr en eftir 1. apríl.
  • Danir koma í heimsókn 20. apríl og dvelja á heimilum 10. bekkinga í þrjár nætur.  Danirnir fara 23. apríl.  26 nemendur og 3 fararstjórar fara svo til Danmerkur 15.-19. maí.  Fjáröflun hefur gengið vel þó aðeins vanti upp á enn.
  • 1. apríl verður Pisa könnunin lögð fyrir 10. bekk.
  • Sjálfsmatið heldur áfram og starfsmannakönnun verður lögð fyrir eftir páska.
  • Samstarfsverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga er enn í gangi.
  • Skóladagatalið fyrir næsta skólaár verður afgreitt eftir rúma viku.  SÁA benti á að reyna að samræma starfsdaga/frídaga í leikskóla og grunnskóla.  Vel var tekið í það og ætlar AJ að hafa samband við leikskólastjóra.
  • Sigurlaug Angantýsdóttir kennari hefur sótt um veikindaleyfi næsta skólaár og hefur það verið samþykkt.
 
  1. Umfjöllun um málefni nemanda í 10. bekk
 
  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags 20. febrúar varðandi samræmd könnunarpróf haustið 2009, lagt fram til kynningar.
 
  1. Önnur mál
4.1. Í byrjun maí verður boðað til stofnfundar í nýju foreldrafélagi GB en meðal verkefna þess verður að kjósa fulltrúa í skólaráð.   Fundargerð lesin upp í lok fundar og samþykkt.   Fundi slitið kl. 16:29   Sigurbjörn Árni Arngrímsson, fundarritari.     Leikskóli   Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður, Axel Sæland varaformaður, Sigurbjörn Árni Arngrímsson ritari, Júlíana Tyrfingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir skólastjóri Gullkistu.  Hrafnhildur Eyþórsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólanna boðaði forföll vegna veikinda og Margrét Harðardóttir fulltrúi foreldra í Gullkistu boðaði forföll. SÁA ritaði fundargerð.   Margeir setti fund kl 16:35   Dagskrá fundarins:  
  1. Heimasíður leikskólanna kynntar
MI óskar leikskólastjórum til hamingju með heimsíðurnar og finnst vel hafa til tekist til með heimasíðugerðina. Aðrir nefndarmenn taka undir orð MI. JT benti á að tengillinn myndasafn virkar þó ekki enn sem skyldi og SBA segir að dagatalið eigi sennilega eftir að breytast aðeins enda sé vefurinn stöðugum breytingum og framförum háður. JT og SBA óska eftir tilboðum tveim tölvum og prenturum og myndavélum (eitt af hverju á deild) í hvorn skóla m.a. til að gera starfið og heimasíðurnar skilvirkari.  
  1. Starfið undanfarið og framundan
Gullkista (SBA)
  • Eins árs börn voru tekin inn 1. febrúar og hefur það verið ánægjulegt og gengið vel.  Fimm lítil ný börn bættust við.  Þetta var tilraunaverkefni fram á vor og SBA er spennt fyrir því að halda því áfram.  Hún telur það gott fyrir samfélagið og starfsmennirnir eru mjög ánægðir.  Verði áfram tekin inn eins árs börn á leikskólann þýðir það aukinn kostnað, bæði hreinan útlagðan kostnað og launakostnað og aukið rými. Fræðslunefnd felur SBA að kostnaðarmeta þær breytingar sem verða við að taka inn eins árs börn til frambúðar.
  • Kristín Ingunn Haraldsdóttir leikskólakennari hefur verið ráðin í 100% starf frá 15. maí.
  • 30 börn eru í skólanum í dag og eitt barn er á biðlista.
  • Þrír leikskólakennarar eru í dag við skólann og Kristín Ingunn verður sú fjórða.
  Álfaborg (JT)
  • Starfið hefur gengið mjög vel síðustu mánuði.
  • Ömmu- og afadagur var síðastliðinn fimmtudag sem heppnaðist vel en þátttaka var fulldræm.
  • Litadagarnir eru á sínum stað.
  • Foreldraviðtöl fara fram í næstu viku og eru það dýpri og meiri viðtöl heldur en á haustin.
  • 1. maí verður útskrift leikskólabarna.
  • Einn starfsmaður er að fara í leikskólakennaranám í haust.
  • JT útskrifast með diplómu í stjórnun í vor.
  Leikskólarnir saman
  • Samstarf leikskólanna (Gullkistu og Álfaborg) er mjög gott og er alltaf að aukast.
  • Stefnt er að Reggio náms- og kynnisferð með starfsmenn vorið 2010.
  • Starfsmenn hafa skipt sér í leshópa þar sem Reggio leikskólastarfið er dýpkað.
 
  1. Bréf frá stjórn 8. svæðisdeildar Félags leikskólakennara dagsett 5. mars 2009 varðandi haustþing leikskóla á Suðurlandi. Haustþingið verður haldið 25. sept. nk. Og er óskað eftir því að leikskólar verði lokaðir þann dag. Fræðslunefnd er sammála því að leikskólarnir verði lokaðir þennan dag en leggur áherslu á að lokunin verði kynnt vel fyrir forráðamönnum barnanna..
  4         Önnur mál 4.1. Rætt að grunnskóli og leikskóli samræmi skóladagatöl sín varðandi starfsdaga/frídaga þar sem því verður við komið. 4.2. SBA ítrekar að farið verði yfir leikskólareglur Bláskógabyggðar í tíma. Það verður gert á næsta fræðslunefndarfundi. Endurskoðaðar reglur verða svo settar inn á heimasíður leikskólanna. 4.3. JT bendir á að starfandi eigi að vera leikskólaráð skipað 3 foreldrum.  Landssamtökin heimili og skóli hafa gert drög að reglum um störf leikskólaráðs og gátlista fyrir leikskólaráðin.  Leikskólaráð á að taka út leikskólastarfið og gefa skýrslu til fræðslunefndar. Leikskólaráð var stofnað í Álfaborg síðastliðið haust.   Fundargerð lesin upp í lok fundar og samþykkt.   Fundi slitið kl. 18:00   Sigurbjörn Árni Arngrímsson, fundarritari.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?