Skólanefnd
F R Æ Ð S L U N E F N D B L Á S K Ó G A B Y G G Ð A R
- fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
- Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Kynning á niðurstöðum. Sigrún Lilja kynnti niðurstöður SVÓT-greiningar sem unnin hefur verið á fræðslunefndarfundum undanfarið. Einnig fór Sigrún yfir næstu skref í stefnumótun og nokkrar umræður urðu um málið.
- Skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar 2008 ? 2009: Umræða og afgreiðsla. Arndís kynnti skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2008-2009. Nokkrar umræður urðu um málið. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2008-2009.
- Kynning á framkvæmdum við Grunnskóla Bláskógabyggðar í sumar. Arndís kynnti og fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á og við húsnæði skólans á Laugarvatni í sumar.
- Bréf Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 4. mars 2008; skólamálastefna sambandsins. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga var send sveitarstjórnum og fræðslunefndum til kynningar.
- Starfsmannamál grunnskólans: Staða mála. Arndís greindi frá breytingum á starfsmannahaldí, að auglýst hafi verið eftir kennurum og greindi frá viðbrögðum, fyrirspurnum og umsóknum. Hörður Óli Guðmundsson, fulltrúi foreldra í fræðslunefnd, lýsti yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Grímsness og Grafningshrepps að senda ekki verðandi 8. bekk í Reykholt næsta skólaár eins og samningar milli hreppsins og Bláskógabyggðar kváðu á um.
- Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Kynning á niðurstöðum. Sigrún Lilja kynnti niðurstöður SVÓT-greiningar sem unnin hefur verið á fræðslunefndarfundum undanfarið. Einnig fór Sigrún yfir næstu skref í stefnumótun og nokkrar umræður urðu um málið.
- Leikskólareglur í Bláskógabyggð: Umræða. Nokkrar umræður urðu um leikskólareglur í Bláskógabyggð. Fræðslunefnd samþykkir að 8. gr. reglna um leikskóla í Bláskógabyggð verði breytt í samráði við nýja gjaldskrá leikskóla í Bláskógabyggð sem tók gildi þann 1. janúar 2008. Er formanni fræðslunefndar jafnframt falið að leggja fram endurskoðaðar reglur með tilliti til framkominna athugasemda á næsta fundi fræðslunefndar.
- Bréf Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 4. mars 2008; skólamálastefna sambandsins. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga var send sveitarstjórnum og fræðslunefndum til kynningar.
- Starfsmannamál leikskólans: Staða mála. Svanhildur og Sólveig gerðu grein fyrir stöðu mála. Það stefnir í litlar breytingar í Gullkistu en auglýsa þarf nokkrar stöður á Álfaborg og það sem fyrst. Einnig þarf að laga hlið við leiksvæðið á Álfaborg og er formanni fræðslunefndar falið að koma því á framfæri við viðeigndi aðila.