Skólanefnd

5. fundur 30. október 2008 kl. 08:41 - 08:41
F R Æ Ð S L U N E F N D  B L Á S K Ó G A B Y G G Ð A R  
  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þriðjudaginn 15. janúar 2008 í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni   Grunnskólahluti (15:30 ? 17:00)   Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, ritari, Axel Sæland, varaformaður, Arndís Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar,  Lára Hreinsdóttir, fulltrúi kennara og Hörður Óli Guðmundsson, fulltrúi foreldra.   Sigurbjörn Árni Arngrímsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. Formaður bauð velkomna til starfa tvo nýja fulltrúa í fræðslunefnd, þá Axel Sæland og Sigurbjörn Árna Arngrímsson. Eru Pálma Hilmarssyni og Elsu Fjólu Þráinsdóttur þökkuð góð störf í fræðslunefnd.   Dagskrá fundarins:  
  1. Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Kynning á niðurstöðum. Sigrún Lilja kynnti niðurstöður SVÓT-greiningar sem unnin hefur verið á fræðslunefndarfundum undanfarið. Einnig fór Sigrún yfir næstu skref í stefnumótun og nokkrar umræður urðu um málið.
 
  1. Skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar 2008 ? 2009: Umræða og afgreiðsla. Arndís kynnti skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2008-2009. Nokkrar umræður urðu um málið. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2008-2009.
 
  1. Kynning á framkvæmdum við Grunnskóla Bláskógabyggðar í sumar. Arndís kynnti og fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á og við húsnæði skólans á Laugarvatni í sumar.
Yfirlit yfir framkvæmdir árið 2008 Reykholtsskóli 3.800.000 kr. Aðgengi að skólalóð Þak á elstu byggingu Þakleki á miðhúsi ? gluggi Leki á samskeytum skólabygginga Gluggar að gangi ? eldvarnarstaðlar Málning innanhúss Laugarvatnsskóli 17.770.000 kr Gluggi á vinnuherbergi kennara Þak á eldri byggingu Málun innanhúss Endurbætur á eldhúsi Lóð ? endurbygging Lyfta í andyri  
  1. Bréf Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 4. mars 2008; skólamálastefna sambandsins. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga var send sveitarstjórnum og fræðslunefndum til kynningar.
 
  1. Starfsmannamál grunnskólans: Staða mála. Arndís greindi frá breytingum á starfsmannahaldí, að auglýst hafi verið eftir kennurum og greindi frá viðbrögðum, fyrirspurnum og umsóknum. Hörður Óli Guðmundsson, fulltrúi foreldra í fræðslunefnd, lýsti yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Grímsness og Grafningshrepps að senda ekki verðandi 8. bekk í Reykholt næsta skólaár eins og samningar milli hreppsins og Bláskógabyggðar kváðu á um.
  Fleira ekki gert, fundi grunnskólahluta slitið kl. 17:00.     Leikskólahluti (17:00- 18:30)     Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, ritari, Axel Sæland, varaformaður, Sólveig Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri á Gullkistunni, Svanhildur Eiríksdóttir, leikskólastjóri á Álfaborg, Margrét Harðardóttir, fulltrúi foreldra á Gullkistunni, Guðbjörg Þura Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra á Álfaborg og Guðrún Sigurrós Poulsen, fulltrúi starfsfólks.   Sigurbjörn Árni Arngrímsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. Formaður bauð velkomna til starfa tvo nýja fulltrúa í fræðslunefnd, þá Axel Sæland og Sigurbjörn Árna Arngrímsson. Eru Pálma Hilmarssyni og Elsu Fjólu Þráinsdóttur þökkuð góð störf í fræðslunefnd.     Dagskrá fundarins:  
  1. Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Kynning á niðurstöðum. Sigrún Lilja kynnti niðurstöður SVÓT-greiningar sem unnin hefur verið á fræðslunefndarfundum undanfarið. Einnig fór Sigrún yfir næstu skref í stefnumótun og nokkrar umræður urðu um málið.
 
  1. Leikskólareglur í Bláskógabyggð: Umræða. Nokkrar umræður urðu um leikskólareglur í Bláskógabyggð. Fræðslunefnd samþykkir að 8. gr. reglna um leikskóla í Bláskógabyggð verði breytt í samráði við nýja gjaldskrá leikskóla í Bláskógabyggð sem tók gildi þann 1. janúar 2008. Er formanni fræðslunefndar jafnframt falið að leggja fram endurskoðaðar reglur með tilliti til framkominna athugasemda á næsta fundi fræðslunefndar.
 
  1. Bréf Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 4. mars 2008; skólamálastefna sambandsins. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga var send sveitarstjórnum og fræðslunefndum til kynningar.
 
  1. Starfsmannamál leikskólans: Staða mála.  Svanhildur og Sólveig gerðu grein fyrir stöðu mála. Það stefnir í litlar breytingar í Gullkistu en auglýsa þarf nokkrar stöður á Álfaborg og það sem fyrst.  Einnig þarf að laga hlið við leiksvæðið á Álfaborg og er formanni fræðslunefndar falið að koma því á framfæri við viðeigndi aðila.
  Fleira ekki gert, fundi leikskólahluta slitið kl. 18:30.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?