Skólanefnd

4. fundur 30. október 2008 kl. 08:41 - 08:41
  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þriðjudaginn 21. febrúar 2008 í Fjallasal, Aratungu     Leikskólahluti (15:30 - 17:00)   Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Pálmi Hilmarsson, ritari, Camilla Ólafsdóttir sem varamaður Elsu Fjólu Þráinsdóttur, Sólveig Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri á Gullkistunni, Svanhildur Eiríksdóttir, leikskólastjóri á Álfaborg, Margrét Harðardóttir, fulltrúi foreldra á Gullkistunni, Guðrún Sigurrós Poulsen, fulltrúi starfsfólks.   Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd. Formaður tók fram að vegna sameiginlegs kennarafundar hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar hafi komið fram sú ósk að grunnskólahlutinn yrði tekinn í seinna holli, þ.e. myndi funda kl. 17:00 að þessu sinni.   Dagskrá fundarins  
  1. Almenn umræða um leikskólafrumvarpið. Sólveig vildi að fram kæmi óánægja vegna þeirra breytinga að leikskólakennarar eigi áfram að útskrifast eftir 3 ára háskólanám og þá með BS gráðu en grunnskóla og framhaldsskólakennarar eigi að stunda nám sitt í 5 ár og þá útskrifast sem masterar. Þetta væri bæði vanvirðing við leikskólakennara og þeirra störf og myndi að öllum líkindum einnig koma fram í launamun.
 
  1. Svanhildur Eiríksdóttir sagði fundinum frá því að hún væri búin að segja upp starfi sínu við leikskólann Álfaborg. Einnig að tvær aðrar konur væru að hætta störfum við leikskólann og ein enn að fara í barneignarfrí. Voru henni þökkuð góð og farsæl störf hér í ein 15 ár og ljóst að erfitt verður að fylla hennar skarð.
 
  1. Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Ógnanir og tækifæri: Fundarmenn unnu svokallaða SVÓT-greiningu sem er fyrsti áfangi í stefnumótun í fræðslumálum sveitarfélagsins. Greindir voru þættir ytra umhverfis í þessari lotu, þ.e. Ógnanir og Tækifæri hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar. Hver og einn fundarmaður skrifaði niður 4 atriði í hvorum flokki. Síðan var hópnum skipt í 2-3ja manna hópa sem áttu hver um sig að velja 4 sameiginleg atriði í hvorum flokki, raða þeim í forgangsröð og gera stuttlega grein fyrir vali sínu. Í lokin safnaði formaður saman niðurstöðum. Á næsta fundi fræðslunefndar, þann 18. mars 2008, verða heildarniðurstöður SVÓT-greiningar kynntar og ræddar.
  Fleira ekki gert, leikskólahluta slitið kl. 17:00 Grunnskólahluti (17:00 ? 18:30)   Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Pálmi Hilmarsson, ritari, Camilla Ólafsdóttir sem varamaður Elsu Fjólu Þráinsdóttur, Arndís Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar, Sigmar Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar,  og Hörður Óli Guðmundsson, fulltrúi foreldra.   Pálmi Hilmarsson ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd.    
  1. Stefnumótun í fræðslumálum: SVÓT-greining: Ógnanir og tækifæri: Fundarmenn unnu svokallaða SVÓT-greiningu sem er fyrsti áfangi í stefnumótun í fræðslumálum sveitarfélagsins. Greindir voru þættir ytra umhverfis í þessari lotu, þ.e. Ógnanir og Tækifæri hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar. Í lokin safnaði formaður saman niðurstöðum. Á næsta fundi fræðslunefndar, þann 18. mars 2008, verða heildarniðurstöður SVÓT-greiningar kynntar og ræddar. Framhald stefnumótunar rætt á víðum grundvelli og meðal annars fléttuðust inn í það umræður um launamál kennara, starfslýsingar og réttindi til frítöku eða fjarveru á launum.
 
  1. Bréf frá Hilmari Erni Agnarssyni til fræðslunefndar. Vísað er í bókun sveitarstjórnar frá 5. febrúar 2008 en hún hljóðar svo:
    • [Liður 7.] Barnakórastarf Hilmars Arnar Agnarssonar í Grunnskóla Bláskógabyggðar.Lagðir fram listar með undirskriftum 187 fullorðinna einstaklinga sem lýsa ánægju sinni og fullum stuðningi við kórastarf Hilmars Arnar Agnarssonar með börnum og fullorðnum og bera fram þá ósk að fá að njóta starfskrafta hans áfram í sveitarfélaginu. Með undirskriftum sínum óska þau eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar og skólayfirvöld stuðli áfram að blómlegu barnakórastarfi Hilmars Arnar í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir því yfir að hún vill áfram leggja sitt af mörkum til að stuðla að blómlegu barnakórastarfi í Grunnskóla Bláskógabyggðar.   Fræðslunefnd vill koma þeirri skoðun sinni á framfæri að æskilegt sé að æfingum barnakórsins sé hagað þannig að öll börn í Bláskógabyggð eigi kost á að sækja æfingar og taka þátt í kórstarfinu.  
  1. Kynning á viðhalds og framkvæmdaáætlun við Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Sigmar fór yfir það sem framundan er bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Bæði hvað varðar framkvæmdir við lóðirnar og byggingarnar sjálfar. Háar upphæðir fara á báða staði og orðin brýn nauðsyn á að fara í þessar framkvæmdir.   Fleira ekki gert, grunnskólahluta slitið kl. 18:30
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?