Skólanefnd

2. fundur 29. október 2008 kl. 08:39 - 08:39
Fræðslunefnd Bláskógabyggðar   Fundur haldinn í fjallsal Reykholti þann 16.10.07 kl. 15.30.   Mættir á fund: Sigrún, Pálmi, Arndís, Geirþrúður, Sigmar, Signý, Elsa Fjóla.   Fyrri hluti, grunnskólamál.   1. Skólastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga: Sigrún fór yfir það sem komið er í  vinnu að drögum að skólastefnu grunnskólans. Þakkaði Sigmari og þeim sem þar hafa komið að fyrir þeirra framlag. Nokkrar umræður urðu um stefnu íslenskra sveitarfélaga og voru fundarmenn að mestu sammála henni. Þar er farið yfir hlutverk, leiðarljós, almenn stefnumið auk eftirlits og gagnaöflunar.   2. Mótun stefnu í skólamálum í Bláskógabyggð. Sérstaða okkar hér í Bláskógabyggð er sú að við erum hér með skóla frá leikskóla og upp í háskóla. Í Ekki stærra sveitarfélagi er það nokkuð sérstakt og verður að taka mið af því við stefnumótunina. Einnig er búið að skoða lítillega hvernig þeir hafa gert sem þegar eru búnir með þessa vinnu. Gott er til dæmis að fara í svokallaða svót greiningu (Styrkur, veikleiki, ógnanir, tækifæri). Skólaþing með þáttöku samfélagsins og utanaðkomandi fagfélaga skilar líka miklu. Þar væri fjallað um framtíðarsýn  leikskólans og grunnskólans, samstarf  leik, grunn og tónlistarskóla auk þáttöku í foreldraráði. Einnig yrði hópavinna í lokin. Næstu skref í stöðunni verða því að vinna verkáætlun þar sem kemur fram skipulag, tímarammi og verkaskipting. Formanni falið að gera drög að verkáætlun sem lögð verður fyrir á næsta fundi. Í framhaldi af því farið í svót greiningu.   3. Önnur mál. Tölvumál grunnskólans eru komin í óefni. Tækin orðin gömul og úr sér gengin og mikil þörf á endurnýjun. Bent á nýjan samning sem er búið að koma á í Grímsnesinu og fræðslunefnd falið að kynna sér hann. Internetmál í Reykholti slæm en í lagi á Laugarvatni. Talsverðar umræður urðu um tölvumálin og ljóst að þarf að vinna í lagfæringum fljótlega. Arndís fór fram á að bókað væri að gengið yrði í að fá þjónustu og rekstrarleigu samning við viðurkenndan aðila um tölvumálin sem allra fyrst. Tónlistarkennslan aðeins rædd og kom fram mikil ánægja með störf Karls Hallgrímssonar. Fundargerð lesin upp og samþykkt.   Seinni hluti, leikskólamál.   Mættir á fund: Pálmi, Sigrún, Svanhildur, Sólveig, Margrét, Guðbjörg, Guðrún Sigurrós, Elsa Fjóla.   1. Skólastefna sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður setti fund og kynnti málið fyrir fundarmönnnum. Engar athugasemdir gerðar við stefnuna sem slíka og Sigrún hvött til að mæta á skólaþing þar sem fjallað verður um stefnuna.   2. Mótun stefnu í skólamálum í Bláskógabyggð. Sigrún fór yfir það sem búið er að gera nú þegar. Setti fram í framhaldi af því tillögu að næstu skrefum sem eru þá að gera heildræna skólastefnu fyrir Bláskógabyggð. Við búum við þá sérstöðu að hafa hér frá leikskóla og upp í háskóla og ber að taka það vandlega inn í myndina. Tómstundir, íþróttastarf ofl. í þeim dúr þarf að taka inn í undirbúningsvinnuna og í framhaldi af því að fara í stöðumat og greiningu á því hvernig við stöndum. Einnig  gera svót greiningu (styrkleikar, veikleikar, ógnanir, tækifæri) sem þykir gefast vel. Að þeirri vinnu þurfa að koma starfsfólk skólanna, foreldrar og svo nemendur. Þá má halda skólaþing með þáttöku samfélagsins og utanaðkomandi fagaðila. Í framhaldi af því yrði inneidd stefna og síðan gert árangursmat úr þeim niðurstöðum. Formanni falið að gera drög að verkáætlun sem lögð verður fyrir á næsta fundi. Í framhaldi af því farið í svót greiningu.   3. Bréf frá foreldrum barna í Leikskólanum Álfaborg Efni bréfsins kynnt og það rætt nokkuð. Ýmis rök færð fyrir því í bréfinu eins og t.d. afar slæm lóð að frekar ætti að lækka hér gjöld en hækka en hækkunin er í samræmi við hækkun á neysluvístölu eða 3,7%. Formanni falið að funda með oddvita og sveitarstjóra um málið og svara bréfinu í framhaldi af því. Einnig kom fram að fyrirspurn kom frá einu foreldri sem er öryrki um það hvers vegna ekki væri afsláttur veittur í þannig tilfellum. Sigrúnu falið að ræða það einnig við oddvita og sveitarstjóra.   4. Önnur mál. Engin önnur mál tekin fyrir á fundinum.   Næsti fundur haldinn 20.11. ? fundarstaður ákveðinn síðar.   Fundi slitið kl. 18.15.   Pálmi Hilmarsson.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?