Skólanefnd

26. fundur 20. janúar 2005 kl. 08:38 - 08:38
  1. fundur, haldinn í Fjallasal Aratungu 20. janúar kl. 16:00.
  (Fundurinn var tileinkaður leikskólunum og voru áheyrnarfulltrúar þeirra eingöngu boðaðir.)   Mættir fulltrúar nefndarinnar: Sigurlaug Angantýsdóttir formaður,  og Drífa Kristjánsdóttir, sem ritaði fundargerð. (Hjördís B. Ásgeirsdóttir, forfallaðist skyndilega og lét vita þegar fundur var byrjaður.) Svanhildur Eiríksdóttir leikskólastjóri Álfaborgar og Ásta Rut Erlendsdóttir, fulltrúi starfsfólks Álfaborgar. Sigurveig Björnsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Lindar, og varafulltrúi foreldra á Lindinni, Jóhanna Ingvarsdóttir. (Sigurveig leikskólakennari kynnti að Sigríður Kjartansdóttir, fulltrúi foreldra Laugarvatni, er hætt og í hennar stað mun koma Sigurbjörn Arngrímsson, nýr fulltrúi foreldra.)   Sigurlaug setti fundinn og sagði hann fyrst og fremst vinnufund.  
  1. Endurskoðun á reglum leikskólanna:
Farið var yfir reglur sem eru til fyrir leikskólana.
  1. a) Samþykkt var að skýra betur reglur um forgangshópa og búinn til hópur: Sjá 3. stig um aldur barns hér að neðan, eins og segir í lagfærðum reglum.
  2. b) Gerð tillaga um að færa aldursmörk vistunar barna á Álfaborg niður í 18 mánuði. Nefndin samþykkti tillöguna. Vinna verður að innra skipulagi leikskólans og undirbúa t.d. vagnageymslu og aðstöðu fyrir yngstu börnin ef sveitarstjórn samþykkir tillögur fræðslunefndar.  Þetta er lagfært í reglunum.
  3. c) Í reglunum voru gerðar eftirfarandi breytingar á vistun barna: Ef fólk vill segja upp plássi þá er mánaðaruppsagnarfrestur vegna breytinganna.  Breytingar á vistunartíma skulu gerðar á mánaðarmótum.
 
  1. Upphaf skólaárs í nýjum leikskóla á Laugarvatni.
Verklok verktaka vegna byggingar leikskólans verða 1. september 2005. Ekki er líklegt að hægt verði að flytja starf leikskólans fyrir þann tíma og mikilvægt er að huga að því að gefa flutningnum tíma.  Því virðist nauðsynlegt að leigja Lindina allavega til loka september svo svigrúm verði nægjanlegt fyrir starfsfólk að flytja í nýtt væntanlegt húsnæði.  
  1. Bréf/erindi til kynningar:
  2. a) Bréf frá Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslanda um heimild til spurningalistakönnunar í skólum vegna rannsóknar á menntun nemenda með þroskahömlun. Bréfið var sent til sveitarstjórnar en var vísað til fræðslunefndar.
Þar sem svar átti að berast fyrir 15. janúar var haft samband við aðalfulltrúa nefndarinnar sem samþykktu viðkomandi beiðni.     Skráð og skilað 27. janúar 2005. Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?