- fundur, haldinn á Laugarvatni í Grunnskólanum, fimmtudaginn 25. nóvember 2004 kl. 16:00.
Mættir fulltrúar nefndarinnar:
Sigurlaug Angantýsdóttir formaður, Hjördís B. Ásgeirsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Skólastjórnendur: Arndís Jónsdóttir og Sigmar Ólafsson. Sigríður Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi Grímsness-og Grafningshrepps. Sigríður Kjartansdóttir, fulltrúi foreldra barna á Lind, Jakob Hjaltason, fulltrúi foreldraráðs. Signý B. Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara Reykholti. Kristrún Sigurfinnsdóttir, fulltrúi kennara Laugarvatni. Sigurveig Björnsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Lindar, Heiða Björg Hreinsdóttir, varafulltrúi starfsmanna leikskólanna og Dagný Grétarsdóttir fulltrúi foreldra í Álfaborg.
Ann Helen Oddberg verkefnisstjóri og fulltrúi foreldraráðs á Laugarvatni sat einnig fundinn.
(Svanhildur Eiríksdóttir leikskólastjóri Álfaborgar og Ásta Rut Erlendsdóttir, aðalfulltrúi starfsfólks leikskólanna gátu ekki mætt.)
1. FJÁRHAGSÁÆTLUN 2005 VEGNA FRÆÐSLUMÁLA:
Fram kom í fundarboði að fyrri umræða um fjárhagsáætlunina hafi farið fram í sveitarstjórn, síðari umræða verði 7. desember.
Sigurlaug kynnti vinnuplögg frá fundi byggðaráðs 23. nóv. s.l. vegna fræðslu og uppeldismála. Áætlað er að halda í horfinu og að hækkanir á öðrum liðum en launalið verði ekki í fjárhagsáætlun næsta árs.
Umræða um fjárhagsáætlun. Sigmar bendir á að tekjur hafi aukist vegna nemenda úr Grímsnes-og Grafningshreppi. Einnig kynnir hann vinnu sem hann hefur unnið með Ragnari sveitarstjóra varðandi fjárhagsáætlun. Segir stjórnendur þurfa að skoða ýmsa kostnaðarliði, og bendir á að símakostnaður hefur aukist mjög hjá skólanum.
Í núverandi fjárhagsáætlun er það lagt í hendur skólastjórnar að færa kostnað skólans milli liða árhersla verði á að heildarkostnaður hækki ekki. Skólastjórn verði heimilt að auka kostnað þar sem þeim hentar ef það þýðir samsvarandi samdrátt í kostnaði annars staðar innan fjárhagsáætlunar.
Sigmar bendir á að mikilvægt sé að skólastjórnendur sjái um að skilgreina hvar reikningar eiga að bókfærast þegar þeir skrifa uppá reikninga skólans. Þá sé strax ljóst hver útgjöld skólans eru og fyrir hvað sé verið að greiða. Þetta flýti fyrir vinnu á skrifstofu sveitarfélagsins. Útgjöld skólans verði með þessu alltaf á réttum bókhaldslyklum.
Umræða fór fram um fjárhagsáætlunina. Kristrún benti á að ekki væri samsvörun á tekjum Álfaborgar og Lindar og launakostnaðar leikskólanna. Fannst tekjur Álfaborgar vera hlutfallslega minni en launakostnaður segði til um í samanburði við Lindina. Þetta skoðað og bent á mögulegar skýringar.
Jakob óskaði eftir skýringu á launakostnaði vegna fræðslunefndar sem er áætlaður um kr. 400.000 á árinu 2005.
- 2. ÚTIKENNSLA: Samvinnuverkefni KHÍ og Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Ann Helen Oddberg kynnti eigin hugmyndir um skólastofur utan dyra, útiskólastofur. Segist hafa fengið hugmyndina vegna framkominna hugmynda Sigurðar líffræðikennara. Kynnti sér útikennslu í Noregi og hreifst mjög af. Ákvað því sjálf að leggja drög að útiskóla á Laugarvatni og hefur fengið leyfi til að nota landsvæði sem tilheyrir Kennaraháskólanum, Íþróttaskori, til að undirbúa gerð skólastofa undir berum himni. Hugmynd hennar verður valgrein í Íþróttaskori KHÍ. Ann Helen hefur þegar hafið gerð þriggja útistofa. Leggur til að kennarar og nemendur taki þátt í að byggja og hanna stofurnar og aðgengi að þeim.
Ætlar að hafa samráð við kennara á Laugarvatni næsta þriðjudag, kynna eigin hugmyndir og athuga með undirtektir.
Fundarmenn fögnuðu hugmyndum Ann Helen og þökkuðu henni framgang hennar í málinu. Töldu mjög spennandi að fylgjast með þróun mála.
- SKÓLADAGATAL GRUNNSKÓLA BLÁSKÓGABYGGÐAR:
Arndís fór yfir skóladagatalið og kynnti þær breytingar sem hafa verið gerðar á því svo hægt sé að auka kennslu vegna verkfalls kennara. Breytingarnar hafa nú þegar verið kynntar kennurum á Laugarvatni og í Reykholti.
Meðal annars verður fallið frá prófdögum í desember en prófað í hefðbundnum skólatíma dagana 7.-13. des. Vitnisburður verður afhentur börnum fyrir jól, sennilega 16. desember. Litlu jól verða bæði á Laugarvatni og í Reykholti, hvort með sínu sniði þann 17. des. Eftir það hefst jólafrí.
- janúar byrjar kennsla barna með hálfum kennsludegi og eftir hádegi verður starfsdagur kennara engin breyting frá áður kynntu skóladagatali.
3.-4. febrúar verða samræmd próf 4. og 7. bekkjar samkvæmt tilskipun frá Menntamálaráðuneytinu.
- janúar helst sameiginlegur starfsdagur kennara samkv. skóladagatali.
- febrúar verður haldið Þorrablót 7.-10. bekkjar samkvæmt hefð, fært aftur um einn dag skv. áður kynntu skóladagatali.
- febrúar öskudag verður heill kennsludagur, öskudagsgleði eftir skóla.
- febrúar samráðsdagur við foreldra eins og ákveðið hafði verið áður.
- febrúar hálfur kennsludagur samkvæmt stundaskrá.
- apríl (föstudagur) verði hefðbundinn kennsludagur.
Búið er að seinka samræmdum prófum 10. bekkjar. Þau byrja 9. maí með íslensku. 10. maí enska, 12. maí stærðfræði, 13. maí danska, 17. maí samfélagsfræði og 18. maí náttúrufræði.
19.-20 maí verður starfsfræðsla 10. bekkjar og skólaslit 8. júní 2005, eins og áður hafði verið ákveðið.
Námsráðgjafar Menntaskólans Laugarvatni og Fjölbrautarskóla Suðurlands verða í Aratungu 29. nóvember kl. 20:00 og hefur foreldrum og nemendum 10. bekkjar verið boðið formlega á fund þeirra.
Danmerkurferð 10. bekkjar er fyrirhuguð 19. -23. mars, í dymbilvikunni.
Sigmar segir frá því, að 10. bekkingar á Laugarvatni, hafi komið saman, að frumkvæði Hjördísar B. Ásgeirsdóttur. Þau hafi gert eigin námsáætlun og unnu sjálf. Hittust 2svar í viku á meðan á verkfalli kennara stóð, án vitneskju aðstoðarskólastjóra.
Ákveðið hefur verið að Grunnskóli Bláskógabyggðar muni ekki taka þátt í skólahlaupi HSK í ár.
- NÝR KJARASAMNINGUR LAUNANENFDAR SVEITARFÉLAGA OG KENNARASAMBANDS ÍSLANS:
- a) Lagt fram til kynningar bráðabirgðamat Sambands íslenskra sveitarfélaga á kostnaðaráhrifum sem verða, af nýjum launasamningi við kennara.
- BRÉF LÖGÐ FRAM TIL KYNNINGAR:
- a) Fundargerð 77. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 7. október 2004.
Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.