Skólanefnd

22. fundur 19. ágúst 2004 kl. 08:37 - 08:37
  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Reykholti 19. ágúst 2004.
    Mætt voru: Sigurlaug Angantýsdóttir,  Hjördís B. Ásgeirsdóttir, Arndís Jónsdóttir, Sigmar Ólafsson, Svanhildur Eiríksdóttir, Sigurveig Björnsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Kristrún Sigurfinnsdóttir, Heiða Björg Hreinsdóttir, Jón Gunnarsson, Ragnar Sverrisson, Sigríður Sigurðardóttir og Sigurður Kjartansson   Sigurlaug setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega nýjan fulltrúa frá Grímsness- og Grafningshreppi Sigríði Sigurðardóttur og nýjan fulltrúa foreldra Sigurð Kjartansson.   Síðan var gengið til dagskrár.   1. Byggingaframkvæmdir við skólana, kynning skólastjórnenda á stöðu mála. Ákveðið hefur verið að byggja við húsnæði grunnskólans bæði á Laugarvatni og í Reykholti. Dr. Maggi Jónsson mun teikna viðbyggingu við skólann í Reykholti. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin komist í gagnið haustið 2006. Unnið er að gerð alútboðs vegna viðbyggingar við húsnæði skólans á Laugarvatni.  Byggður verður leikskóli með tengibyggingu við húsnæði grunnskólans sem fyrir er. Hluti byggingarinnar mun verða sameiginlegt fyrir bæði grunnskóla og leikskóla. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin í sept. nk. og að hægt verði að taka bygginguna í notkun fyrir haustið 2005.   2. Upphaf skólaárs: Fram kom að í Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti verða í vetur 134 nemendur. Skólinn tekur nú við nemendum 7.-10.bekkjar úr Grímsness-og Grafningshreppi í fyrsta sinn. Nemendum 8.- 10. bekkjar samkvæmt samningi þar um en í ár einnig nemanda í 7. bekk þar sem hann var einn í sínum árgangi. Í Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni eru 49 nemendur en það er fækkun frá fyrra ári. Nemendum  9. og 10. bekkjar á Laugarvatni verður kennt  í Reykholti á miðvikudögum í vetur. Þann dag verða valgreinar kenndar og nemendum blandað í hópa. Kenndar verða 8. valgreinar. Greint var frá endurbótum sem unnið hefur verið að við skólana á báðum stöðum í sumar. Rætt var um hvort sameina bæri foreldraráð sem hingað til hafa verið tvö og hvort fækka bæri kennarafulltrúum skólans í fræðslunefnd. Fræðslunefnd mælist til þess við skólastjórnendur að foreldraráð verði sameinuð og að kennarar komi sér saman um einn sameiginlegan fulltrúa. Fram kom að farið verður sameiginleg ferð allra 9.og 10. bekkinga á Þingvelli í upphafi skólaárs. Nemendur 5.-7. bekkjar í Reykholti fara í ferð í Rótarmannagil. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ferð nemenda á Laugarvatni.   3. Upphaf skólaárs í Leikskólanum Lind. Sigurveig sagði frá að í skólanum eru 23 börn. Laus pláss í skólanum eru í dag 1 og hálft. Leikskólinn var í sumar málaður að hluta innan húss. Foreldrafélagið stóð fyrir vinnudegi og stórbætti aðstöðu á lóð skólans.   4. Upphaf skólaárs í Álfaborg. Svanhildur sagði frá því að í skólanum eru nú 25 börn. Fyrir hádegi er hægt að bæta við 2-4 börnum eftir aldri þeirra. Húsnæðið hefur verið stækkað, íbúð sem sambyggð var skólanum hefur verið tekin undir, en framkvæmdum er ekki að fullu lokið og hefur það skapað vandræði við upphaf skólaársins. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að tryggja að framkvæmdum ljúki ekki seinna en um næstu mánaðarmót.   Ákveðið að fundir nefndarinnar verði 2. fimmtudag í mánuði kl. 16.00. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.     Hjördís B. Ásgeirsdóttir.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?