Skólanefnd

18. fundur 12. febrúar 2004 kl. 08:35 - 08:35
18. fundur Fræðslunefndar Fundargerð. 18. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar,  haldinn  á Laugarvatni 12. febrúar 2004. Mætt voru; Sigurlaug, Aðalheiður, Hjördís, Svanhildur, Jakob, Sigurveig, Heiða Björg, Kristrún, Sólrún og Arndís. Sigurlaug, nýr formaður fræðslunefndar setti fund og bauð fundarfólk velkomið. Bað Hjördísi að rita fundargerð í fjarveru Erlings og lagði fram dagskrá. 1. Formaður skýrði frá þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að fækka í nefndum þannig að 5 manna nefndir sveitarfélagsins verða eftirleiðis 3 manna. Í fræðslunefnd sitja nú Sigurlaug Angantýsdóttir, Erlingur Jóhannsson og Hjördís B. Ásgeirsdóttir. Eftirfarandi bókun var samþykkt af þessu tilefni. ?Ljóst er að við breytingar á samþykktum sveitarfélagsins er fræðslunefnd nú þriggja manna nefnd. Af því tilefni vill fræðslunefnd þakka Guðmundi Sæmundssyni og Aðalheiði Helgadóttur fyrir góð störf í þágu skólamála í sveitarfélaginu og mjög gott samstarf í fræðslunefnd. Óskar fræðslunefnd þeim alls hins besta um ókomna tíð.? 2. Formaður lagði fram drög að erindisbréfi nýrrar fræðslunefndar, þar sem m.a. er kveðið á um að fræðslunefnd skuli fara með málefni bókasafna sveitarfélagsins. Lög um almenningsbókasöfn voru lögð fyrir fundinn. Þá lagði formaður fram drög að bréfi til formanns fræðslunefndar Grímsness-og Grafningshrepps þar sem óskað er eftir því að fræðslunefnd Bláskógabyggðar fái senda fundargerð þeirrar nefndar þegar gengið er frá skóladagatali fyrir Ljósafossskóla. Er þessa óskað þar sem börn úr Þingvallasveit sækja skóla að Ljósafossi, en fræðslunefnd ber ábyrgð á að þeim sé tryggð skólaganga samkvæmt lögum. Samþykkt var að senda bréfið. 3. Skil á erindum og fyrirspurnum fyrir fundi. Lagt er til að skil á erindum fyrir fundi séu ekki síðar en á mánudegi fyrir fund, en á föstudegi sé það mögulegt. Fundarfólk samþykkir að halda sig við þau mörk nema eitthver brýn erindi komi upp. Samþykkt að fundartími verði 2. fimmtudagur í mánuði kl. 16.00 4. Málefni Grunnskóla Bláskógabyggðar. Arndís bar fundinum kveðju Sigmars, sem er veikur og komst ekki til fundarins. Arndís vill koma á framfæri þakklæti til sveitarstjórnar frá skólastjórnendum skólans fyrir þær umbætur sem gerðar hafa verið við skólann á árinu Hún greindi frá úrbótum sem gerðar hafa verið við skólann á Laugarvatni þar sem  Tónlistarskólinn hefur fengið inni hjá Kennaraháslólanum og það rými sem þannig losnaði er nú nýtt fyrir tölvustofu. Þá er verið að endurnýja húsgögn á báðum hæðum í húsnæði skólans þar og aðstaða kennara bætt. Tvær nýjar tölvur hafa verið keyptar fyrir skólann í Reykholti. Arndís greindi frá fyrirhugaðri ferð 10. bekkinga skólans. Farið verður með 12 nemendur í 5 daga ferð  til Danmerkur í apríl nk. Starfsmannaviðtöl verða fyrir miðjan mars. Eftir það á að liggja fyrir hvaða kennarar sem nú starfa við skólann muni starfa við skólann næsta ár. Unnið er að heildarskipulagi fyrir næsta starfsár. 5. Erindi og bréf lögð fram  til kynningar. a. Formaður las bréf frá Guðmundi Sæmundssyni fráfarandi formanni fræðslunefndar til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. b. Bréf frá Svanhildi varðandi námskeið í skyndihjálp. Námskeiðið er á vegum Skólaskrifstofu. Stefnt er að því að starfsfólk í Leikskólanum Álfaborg fari á námskeiðið. Fyrilestur um skyndihjálp var haldinn á Leikskólanum Lind í haust. 6. Önnur mál. Fræðslunefnd skiptir með sér verkum. Sigurlaug er formaður sem fyrr greinir, Hjördís varaformaður og Erlingur ritari. Ákveðið að senda Guðmundi Sæmundssyni samúðarkveðju vegna fráfalls bróður hans, Matthíasar Viðars Sæmundssonar. Næsti fundur verður að mestu helgaður leikskólunum, endurskoðun reglna þarf að vera lokið fyrir lok apríl. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.40. Fundarritari Hjördís B. Ásgeirsdóttir.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?