Atvinnu- og ferðamálanefnd

2. fundur 07. janúar 2011 kl. 13:57 - 13:57
Fundur í atvinnumálanefnd Bláskógabyggðar haldinn 15 nóvember 2010 kl. 17 í Aratungu. Mættir voru: Þorsteinn  Þórarinsson, Inga Þyri Kjartansdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Ásborg Arnþórsdóttir sátu einnig fundinn. Á fundinn mættu Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir frá Gullkistunni á Laugarvatni. Skúli Sæland  formaður menningarmálanefndar mætti einnig á fundinn kl 17,30. Rætt var um nýtingu Héraðsskólahússins á Laugarvatni, Drífa skýrði frá því hvernig málið snýr að sveitarfélaginu og samskiptum þess við ríkið sem á húsið. Alda og Kristveig upplýstu það hvernig Gullkistan hefur barist fyrir því í mörg ár að fá afnot af húsinu til að reka listamiðstöð þar sem erlendir listamenn geta komið og dvalið við listsköpun sína. Samþykkt var að Alda og Kristveig skyldu leita til Atvinnuþróunarfélagsins um aðstoð við að gera viðskiptaáætlun um hvernig þær hyggjast fjármagna leigu á húsinu ásamt því að gera samræmingaráætlun vegna ýmissar annarar starfsemi sem húsið gæti hýst. Fleira ekki gert . Fundi slitið.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?