Æskulýðsnefnd

4. fundur 19. maí 2016 kl. 13:53 - 13:53
 
  1. fundur Æskulýðsnefndar
Laugarvatni 25. nóvember 2015, kl. 20.00. Mætt: Lára Hreinsdóttir, Sigurjón Pétur Guðmundsson og Borghildur Guðmundsdóttir sem kom inn sem varamaður fyrir Smára Þorsteinsson.
  1. Samþykkt fyrir ungmennaráð. Drög að samþykkt Æskulýðsnefndar frá í júní voru tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi 8. október og vísað til umsagnar hjá Æskulýðsnefnd. Nefndin fór vel yfir samþykktina og þakkar góðar tillögur sem komu fram og var samþykktin samþykkt einróma frá okkur og send sveitarstjórn til staðfestingar.
  Það er ósk Æskulýðsnefndar að byrjað verði að kynna ungmennaráðið strax í vor svo hægt sé að koma ráðinu á fót af krafti næsta haust.
  1. Íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð. Reglugerð um val á íþróttamanni ársins var lesin yfir og umræður sköpuðust um 7. grein en engu breytt að þessu sinni. Valið verður með sama hætti og í fyrra og er óskað eftir tilnefningum frá þessum íþróttafélögum:
  Ungmennafélagi Biskupstungna, Ungmennafélagi Laugdæla Hestamannafélaginu Loga, Hestamannafélaginu Trausta Golfklúbbnum Dalbúa, Golklúbbnum Geysi og Golfklúbbnum Úthlíð. Áætlað er að hafa hóf fyrir íþróttamenn Bláskógabyggðar í Aratungu, laugardaginn 9. janúar 2016 kl. 14. Reikna má með að kostnaður vegna kaffiveitinga, blóma, verðlaunapeninga og eignagripa verði um 100 þúsund krónur og óskar nefndin eftir því að sveitarsjóður greiði fyrir það og leggi til aðstöðu fyrir hófið í Aratungu. Nefndarmenn skiptu með sér verkum og ætlar Pétur að sjá um að koma auglýsingu í Bláskógafréttir og dreifibréfi á öll heimili í Bláskógabyggð. Hann mun einnig taka að sér að ræða við aðila til að sjá um kaffiveitingar og annað er snýr að Aratungu. Lára pantar blóm, verðlaunapeninga og verðlaunagripi og hefur einnig samband við formenn íþróttafélaganna og tekur á móti tilnefningum. Næsti fundur í nefndinni verður svo í upphafi nýs árs þar sem farið verður yfir tilnefningarnar og íþróttamaður ársins valinn.
  1. Forvarnarstefna Bláskógabyggðar. Forvarnarstefnan var endurskoðuð en það var síðast gert árið 2013. Nokkrar breytingar voru gerðar og verður hún send sveitarstjórn til staðfestingar. Þegar sveitarstjórn hefur farið yfir hana verður hún send á þá aðila sem vinna með börnum og unglingum í sveitarfélaginu og óskað eftir að þeir skili inn uppfærðri forvarstefnu frá sér, með forvarnarstefnu sveitarfélagsins til hliðsjónar, eigi síðar en 15. febrúar 2016. Ljóst er að uppfæra þarf listann yfir þá aðila sem standa að framkvæmd áætlunarinnar en það verður gert í febrúar þegar búið er að hafa samband við alla aðila. Í framhaldi af því óskar Æskulýðsnefnd eftir því að Forvarnarstefnan verði sett á heimasíðu Bláskógabyggðar.
  Fundi slitið 21.15 Lára Hreinsdóttir  
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?