Æskulýðsnefnd
Annar fundur Æskulýðsnefndar
Reykholti 15. apríl 2015 kl. 18:30
Mætt: Lára Hreinsdóttir, Sigurjón Pétur Guðmundsson og Smári Þorsteinsson.
1. Lára hóf fundinn á umræðu um sumarstörf barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Stéttarfélög
hafa verið að benda á að oft eru ungmenni ráðin í vinnu án þess að þau viti hver réttindi
þeirra eru og getur þess vegna verið brotið á þeim hvað varðar laun, vinnutíma o.fl. Nefndin
veit ekki hvort slíkt á sér stað í sveitarfélaginu en vill standa vörð um þennan hóp og kom
nefndin sér saman um tillögu sem send verður til sveitarstjórnar.
Tillagan fylgir fundargerðinni.
2. Forvarnarstefna. Smári sendi forvarnarstefnu Bláskógabyggðar sem var uppfærð síðast árið
2013 á nefndarmenn og lásu nefndarmenn yfir heima fyrir fund. Smávægilegar breytingar
voru gerðar á forvarnarstefnunni og verður hún löguð og uppfærð á næstunni og send til
Sveitarstjórnar til staðfestingar í haust.
3. Undirbúningsvinna fyrir ungmennaráð. Rætt var um að stofna ungmennaráð sem tæki til
starfa í byrjun næsta skólaárs. Hugmyndum var kastað á milli og ákveðið var að tala við
nokkra aðila og hafa næsta fund í byrjun júní þar sem endanlegt form á Ungmennaráði
Bláskógabyggðar verður ákveðið.
Fundi slitið. Kl. 19:40
Smári Þorsteinsson.