Æskulýðsnefnd
Tíundi fundur æskulýðsnefndar.
Fjallasal í Aratungu 15. mars 2012 kl. 17:00.
Mættir: Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson, Helgi Kjartansson frá
Bláskógabyggð, Andrés Bjarnason frá Björgunarsveit Biskupstungna, Aðalheiður Helgadóttir frá
Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti. Sölvi Arnarson frá Björgunarsveitinni Ingunni á
Laugarvatni, Egill Hallgrímsson frá Æskulýðsstafi kirkjunnar, Molunum.
1. Rúnar formaður setur fundinn og kynnir Smára Stefánsson sem fundarstjóra. Smári kynnti
fyrir fundarmönnum hugmynd sem upp er komin um stofnun félagsmiðstöðvar í
Bláskógabyggð. Á þennan fund voru kallaðir þeir aðilar sem koma að ungmennastarfi í
sveitarfélaginu.
2. Sölvi og Andrés björgunarsveitarmenn byrjuðu að kynna sitt starf sem er Unglingadeildin
Greipur. Starfið hefur verið mjög virkt síðustu ár. Haldnir hafa verið fundir
hálfsmánaðarlega sem byggjast á blöndu af fræðslu og afþreyingu, en starfið hefur verið
með minna móti þannan veturinn sökum foringjaleysis. Aðalheiður sagði næst frá starfinu
sem snýr að Grunnskóla Bláskógabyggðar. Starfið þar felst aðallega í skipulagningu á
skemmtunum fyrir eldri krakkana, svo sem böll, vídeó kvöld og annað slíkt. Egill sagði svo
frá æskulýðsstarfi kyrjunnar, Molunum. Starfið hefur verið mjög sterkt undanfarin ár og
hafa fundir verið vel sóttir, sem og landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar. Fundir hafa verið
haldnir í Skálholtsbúðum hálfsmánarlega.
3. Sölvi spyr um uppruna hugmyndarinnar. Helgi svaraði að hún hafi komið upp þegar
sveitarfélögin í uppsveitnunum óskuðu eftir samstarfi með hugsanlegri ráðningu
sameiginlegs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
4. Helgi sagði því næst frá fjárhagslegu hliðinni. Hann telur að best sé að byrja nógu smátt,
með rými til dæmis í skólanum sem væri opið einu sinni í viku til að byrja með.
Félagsmiðstöðin gæti svo smá saman tekið yfir félagstarf grunnskólans, eins og gerst hefur á
Flúðum. Egill nefnir að unglingarnir í sveitafélaginu séu það fáir að þörf sé á samstarfi milli
allra þessara félaga til að þessi félög leggist ekki af með tilkomu fleiri valmöguleika.
5. Talað var um að reyna að hafa starf félagsmiðstöðvarinnar ekki bara á einum stað, heldur að
nota þurfi alla þá staði innan sveitarfélagsins sem bjóða uppá afþreygingu og félagsstarf þó
áhveðin yrði einn staður sem höfuðstöðvar. Með þessu mætti tryggja að að starfið verði sem
fjölbreyttast. Helgi nefnir að á þessum tíu árum sem eru frá sameiningu hafi samstarf milli
til dæmis Reykholts og Laugarvatns verið frekar lítið, og mætti vera mun meira.
6. Fundarmönnum leist vel á að stofnuð yrði félagsmiðstöð í sveitarfélaginu. Næstu skref eru
þau að æskulýsnefndin tekur nú við og heldur áfram þessari vinnu. Finna þarf stað undir
starfsemina en flestir horfa til húsnæðis grunnskólans í Reykholti.
Fundi slitið 18:30
Smári Þorsteinsson.