Æskulýðsnefnd
Níundi fundur Æskulýðsnefndar.
Efri-Reykjum þriðjudaginn 28. febrúar. 2012 kl. 17:30.
Mættir: Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson.
1. Lokavinna forvarnarstefnu. Farið var yfir forvarnarstefnuna og farið yfir þá kafla sem borist
hafa. Enn vantar kafla frá tveimur aðilum og vonandi skila þeir sér á næstu dögum svo hægt
verði að senda stefnuna fyrir næsta fund byggðarráðs. Aðeins á eftir að prófarkalesa
stefnuna og fara yfir innsláttarvillur.
2. Íþróttamaður Bláskógabyggðar 2011. Sunnudaginn 22. janúar kl. 14. hélt æskulýðsnefndin
hóf til heiðurs íþróttamönnum í Bláskógabyggð í Aratungu. Fólk var hvatt til að fá sér kaffi
í upphafi samkomu. Smári Stefáns setti samkomuna og fór yfir reglugerð um val á
íþróttamanni Bláskógabyggðar. Drífa, oddviti sveitarstjórnar, tók svo við og hélt tölu um
íþróttastarf í sveitarfélaginu. Verðlaun voru svo afhent þeim sem unnu Íslands- og/eða
bikarmeistartitil eða voru valdir í landslið á liðnu ári. Að lokum var tilkynnt um val á
íþróttamanni ársins (2011) en nafnbótina hlaut Agnes Erlingsdóttir frjálsíþróttakona úr
UMFL. Jón K. Sigfússon sá um kaffiveitingar og var mikil ánægja með þær. Um 50 manns
mættu í Aratungu þennan dag og tók samkoman allt í allt um 40 mínútur.
3. Önnur mál. Fundur um stofnun félagsmiðstöðvar. Á fimmta fundi æskulýðsnefndar var
talað um að boða nokkra aðila á fund til fundar um stofnun félagsmiðstöðvar í
Bláksógabyggð. Boðaðir verða á fundinn þeir aðilar sem sinna félagsmálum ungmenna í
sveitafélaginu í dag. Fundinn verður tími sem hentar þessum aðilum og verður hann
vonandi haldinn á næstu vikum.
Fleira var það ekki. Fundi slitið 18:45
Smári Þorsteinsson.