Æskulýðsnefnd

7. fundur 13. apríl 2012 kl. 09:52 - 09:52
Sjöundi fundur Æskulýsnefndar. Efri ? Reykjum 4. janúar 2012 kl. 17:30 Mættir voru. Rúnar Gunnarsson formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson. 1.  Farið var yfir tilnefningar á vali á íþróttamanni Bláskógabyggðar 2011.  Rætt var um verðlaun fyrir þá sem hafa orðið Íslandsmeistarar á árinu og var ákveðið að láta útbúa verðlaunapening fyrir þá. Íþróttamaður ársins fær farandbikar sem og eignarbikar og þeir sem tilnefndir eru fá lítinn eignarbikar. Áætlaður kostnaður fyrir verðlaunagripi eru um 50 þúsund krónur fyrir þetta ár, það er farandbikar fyrir íþróttamann ársins sem kostar um 15 þúsund og verðlaunapeningar og eignagripir 35 þúsund.  Gert er ráð fyrir kaffi fyrir gesti sem gæti kostað um 50 þúsund krónur.  Nefndin óskar eftir að sveitasjóður greiði fyrir verðlaunagripi og kaffiveitingar ásamt því að leggja til aðstöðu fyrir hófið í Aratungu. Áætlað er að hafa samkomuna sunnudaginn 22. janúar kl. 14. Fleira var ekki rætt og fundi slitið 18:30 Smári Þorsteinsson.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?