Æskulýðsnefnd

4. fundur 11. apríl 2011 kl. 09:48 - 09:48
Fjórði fundur æskulýðsnefndar. Efri ? Reykjum 31. mars kl. 17:30 Mættir: Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Stefánsson, Smári Þorsteinsson. 1.  Forvarnastefna. Byrjað var að fara yfir forvarnastefnu sem lögð voru drög að á síðasta fundi. Talið var að hún væri mikið til tilbúin og næsta verk væri að tala við þá aðila sem nefndin telur æskilegt að komi að forvarnastefnunni og fá þá í framhaldi til að rita sinn kafla. Aðilum í hópnum var skipt á milli nefndarmanna og er ætlunin að tala við þá sem fyrst. 2.  Ungmennaráð. Nefndin leggur til að næsta verk sé að finna manneskju til að starfa með ungmennaráðinu. Talið var að sú manneskja sem taki að sér að vinna með ráðinu myndi þiggja laun frá sveitafélaginu fyrir sín störf. Æskulýsnefnd leggur til að sveitastjórn feli skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar að finna starfsmann ungmennaráðs. Næsta skref væri að kynna verkefnið fyrir sveitungum sem fyrst eftir að sumarleyfum lýkur. 3.  Æskulýsnefnd fagnar því að von sé á nýjum fótboltamörkum á Íþróttavöllin í Reykholti. 4.  Ákveðið var að kalla varamenn á næsta fund til að upplýsa þá um stöðu mála, fá þeirra álit og skoðanir varðandi drög forvarnarstefnunar og fá þá með í hugmyndavinnu að næstu verkefnum æskulýðsnefndar. Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 19:00 Smári Þorsteinsson.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?