Æskulýðsnefnd

1. fundur 03. september 2010 kl. 09:46 - 09:46
Fyrsti fundur nýkjörinnar æskulýðsnefndar í Aratungu Fjallasal mánudaginn 19. júlí 2010. Mætt:  Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Þorsteinsson, Smári Stefánsson,  Helgi Kjartansson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sigurlína Kristinsdóttir. Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar, boðaði fundinn og ritaði fundargerð. Drífa setti fundinn og bauð alla fundarmenn velkomna.  Var hissa á fundarsókn enda veðrið alveg yndislegt. 1. Smári Þorsteinsson var kosinn ritari nefndarinnar. 2. Rætt var um stefnumörkun nefndarinnar, frumkvæði, forvarnarstefnu og störf,  ungmennaráð og hugmyndir um tilnefningu í það. 3. Rætt um stöðu félaganna sem eru að sinna æskulýðsmálum og aðstöðu þeirra.  Aðstaðan virðist ágæt einkum til íþróttaiðkunar.  Mörkin á íþróttavellinum í Reykholti þyrfti að endurnýja.  Þau eru þung sum brotin og erfitt að flytja þau. 4. Hugmund kom um að tilnefna mætti íþróttamann Bláskógabyggðar.  Þyrfti að móta reglur um hvernig ætti að velja hann. 5. Smári Stefánsson nefndi að gaman vær að veita viðurkenningu öllum þeir sem hafa  hlotið Íslandsmeistaratitla á árinu.  Einnig var nefnt að horfa mætti til annarra sem skara framúr á einhvern hátt t.d dans stærðfræði, söng o.fl. 6. Gott væri að lagfæra líkamsræktaraðstöðu í íþróttahúsinu Reykholti.  Gera mætti áætlun til t.d. þriggja ára um uppbyggingu aðstöðunnar. 7. Rætt um tilhögun fundarboðs og fundartíma fyrirkomulag funda, hverja á að boða.  Ákveðið að boða alla nefndarmenn á fundina og að fundirnir verði boðaðir í netpósti. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn í september og boðaður af Rúnari formanni. 8. Ákveðið að skoða hvað aðrir eru að gera, leita að forvarnarstefnum annarra sveitarfélaga o.s.frv. 9. Í lokin ákváðu nefndarmenn að forgangsraða verkefnum sínum.  Samþykkt var að byrja á forvarnarstarfinu og að koma á ungmennaráði. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00 Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?