Yndislega sveitin okkar
Fréttir
15.06.2010
Hjálpumst að og tökum til!
Þriðjudaginn 15. júní kl 17:00-19:00 verður hreinsidagur í Reykholti, Laugarási og sveitum Bláskógabyggðar.
Ruslapokar og gámar verða staðsettir í Laugarási og Reykholti. Gámasvæði í Reykholti verður opið og frítt.(Laugvetningar eru búnir að hreinsa hjá sér).
Gámasvæðið í Heiðarbæ, Þingvallasveit verður opið. Nú tökum við höndum saman, förum út með poka og kerrur, hreinsum draslið og gerum þéttbýlin og sveitina enn fallegri. Boðið uppá grillaðar pylsur við Aratungu kl. 19:00 og leiki fyrir börnin.
Allir sveitungar velkomnir